Úrval - 01.03.1976, Síða 48
46
ÚRVAL
Á upplausnarárunum milli 1920
og 1930 málaði Dali tvö eða þrjú
málverk á viku: kúbisma, im-
pressjónalisma, púnktisma. 1925 hélt
hann fyrstu einkasýninguna,,! Barce-
lona, og gagnrýnendurnir voru hrifn-
ir. Landi Dalis, Pablo Picasso, stakk
upp á sýningu í París. Þangað kom
Dali 1927 og uppgötvaði sér til
mikillar gleði, að verk hans, þessar
martraðir, sem fæðst höfðu af
ímyndunarafli hans, féllu eins og
sniðið inn í nýja listastefnu, súrreal-
ismann.
Súrrealistarnir töldu, að nauðsyn-
legt væri að varpa hefðbundnum
venjum fyrir róða. Þeir heilluðust af
hinni óútreiknanlegu veröld undir-
vitundarinnar, sem Sigmund Freud
var þá að kanna; þeir reikuðu um
draumalandslagið með fiðrildanet
ímyndunarinnar. Þeir höfnuðu við-
tekinni rökvíski og lýstu því yfír, að
sorp væri fegurð og óreiða glæsileg-
asta form reglu. (Það voru einnig þeir
og bandamenn þeirra, sem voru
upphafsmenn að fjarstæðubók-
menntum.) Dali gekk inn í vímu
súrrealistanna, og fyrri, skaðlausar
brellur hans urðu að heldur áþreifan-
legum og furðulegum uppátækjum.
Fram að þessu hafði hann verið
mikilhæfur listamaður en fremur laus
í rásinni, vatt sér viðstöðulaust frá
einni stefnu til annarrar. Nú tók
hann að einbeita sér að draumsýnum
með hnífskörpum myndum og dá-
leiðandi dýpt. Myndir hans bjuggu
yfir sérkennilegri vímu, baðaðar í
stálköldu ljósi, það var sem þær
gegndu einhverju dularfullu lögmáli
frá öðrum heimi.
Þegar aftur kom heim til Spánar,
kynntist Dali Helenu Diakanoff
Eulard, sem fædd var í Rússlandi.
Hann gaf henni nafnið Gala. Hún
var tíu árum eldri en hann, ekki
fögur, en sérkennilega aðlaðandi.
Þau tengdust þegar í stað tryggðar-
böndum. Samband Dalis og Gölu
minnti á Dante og Beatrice eða
Petrark og Láru. Það var fullkomnun.
Það var ekki aðeins, að Galutchka
þurrkaði burtu kvíða- og taugaveikl-
unarköstin, sem Dali hafði vanda til
áður, heldur skipulagði hún líf hans.
Hún fann, að hann var engu síður
rithöfundur en myndlistarmaður, og
hvatti hann til að skrifa sína fyrstu
bók. Síðan hefur hann ritað tvo tugi
bóka, og ein þeirra, Dagbók snill-
ings, varð metsölubók.
Sumar mynda Dalis eru áritaðar
,,Gala-Dali.” Og Gala kemur fram í
mörgum þeirra. Hún stendur frammi
fyrir krossinum í ;,Krossfestingu,”
hún er á gunnfánanum, sem Kólum-
bus heldur á fofti í myndinni
„Kristófer Kólumbus finnur Ame-
ríku.” Dali gerir sér fulla greim fyrir
því, hve mikið hann á að þakka
konunni, sem hann kallar ,,býið,
sem færir mér hunang hugljómunar-
innar.” Þegar hún kemur inn í
vinnustofu hans, rís hann virðulega á
fætur og klappar. Það er líka hún,
sem gerir alla hans samninga af