Úrval - 01.03.1976, Side 50

Úrval - 01.03.1976, Side 50
48 ORVAL eygir: „Hvers vegna hefurðu þessar kótilettur þarna?” ,,Það er ofur skiljanlegt,” svaraði litli maðurinn með snúna yfírskegg- ið. ,,Eg elska konuna mína, og ég elska lambakótilettur. Hér hef ég hvort tveggja í einu. Fullkomið sam- ræmi.” Allt í' einu varð það, sem hann hafði verið að vinna að alla sína ævi, sér til ánægju og hugarhægðar, það sem stórborgin talaði um. Einn morguninn kom leigubíll upp á Broadway. Dali hafði farið höndum um hann Hann hafði komið fyrir á honum vatnsslöngum með úðurum og lét vatn sprautast úr, svo minnti á regn. í aftursæti bílsins var trúverðug eftirmynd Kólumbusar, og bar hún skilti, sem á stóð: ,,Ég er kominn aftur.” Allt þetta dró fólkið þangað, sem Dali hélt sýningu sína, og verkin seldust. Með trúðsbrögðum sínum dró Dali auðvitað athygli fólksins að iistaverk- um sínum — listaverkum, sem sérfræðingarnir jöfnuðu við gömlu, flæmsku meistarana, svo sem Jan Van Eyck. Á þeim tíma fengu meistararn- ir fram ákveðna litatóna með því að mála fyrst þunnt lag með olíulit og láta það þorna, mála síðan annað lag nægilega þunnt til þess að fyrri liturinn kæmi ögn í gegn, og síðan koll af kolli, þar til rétta blænum var náð. Dali hefur einnig notað þessa tækni. Það, sem Dali sýnir, er jafn frumlegt eins og litameðferðin er hefðbundin. Myndamótíf hans eru svo óraunveruleg, að þau falla ekki undir lög tíma, rúms eða þyngdar. Vasaúr lafir fram af borði eins og ofþroskaður Camembert-ostur, en virðist þó svo raunverulegt, að það geti sem hægast mælt tímann upp á mínútu. Líkami Krists er eins og laus frá krossinum, þó verður ekki betur séð en að hann sé negldur á hann. Hvað táknar þetta allt? Sumir gagnrýnendur svara því til, að ,,Dali sé að reyna að gera draumana áþreifanlega,” — og það er trúlega ekkert lakara svar en hvert annað. Það er tilgangslaust að spyrja Dali sjálfan, nema maður vilji fá svar í stíl við Camembert-vasaúr. Hvernig, sem á allt er litið, er saga Dalis ein furðulegasta ævisaga okkar tíma. Hann svalt á fjórða áratugnum, en er margmilljóneri núna — og sennilega þekktasti myndlistarmaður heimsins. Á fyrstu Parísarsýningunni hans var hæsta verð á mynd 85.500 krónur (umreiknað eftir gengi þýð- ingardags). Það er ekki langt síðan að Dali-málverk var selt í New York fyrir 48 milljónir króna (eftir sama gengi). Myndir hans, sem raunar má sumar hverjar að minnsta kosti telja fyrir- rennara nútímalistar eins og op, pop og skynlistar, eru nú til sýnis í 41 opinberu listasafni, og í mörgum virtum einkasöfnum. í september 1974 opnaði spánska stjórnin safn, sem helgar sig eingöngu list Dalis. Önnur þvílík stofnun var þegar til í Clcveland í Ohio.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.