Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 57
HNIGNUN STÖRA-BRETLANDS
55
Vermont Royster, fyrrverandi ritstjóri ,,The Wall Street Journal”,
er nú dálkahöfundur og prófessor í blaðamennsku við Fylkisháskóla
Norður-Karólínu. I fyrra dvaldi hann 6 mánuði í Bretlandi, ,,vegna
þess að ég dáist að íbúum þess, sögu, stjórnkerfi og í rauninni öllum
þeim eigínleikum, sem gera það að því ríki, sem hefur sannasta
siðmenningu til að bera,” eins og hann orðar það. Viðbrögð í
Bretlandi við grein þessari urðu til þess, að hann skrifaði á
eftirfarandi hátt til Lundúnablaðsins „Times”: „Vissulega örvænti
ég ekki um Brctland. Ibúar þess hafa oft sýnt, að þegar þeir hafa
gert sér grein fyrir vandamálinu, snúa þeir sér að lausn þess af mikilli
ákveðni. ”
stofufólk, blaðamenn, opinbera
starfsmenn og smákaupmenn.
Þetta er allt harla einkennilegt, því
að Bretland hefur ekki lent í þessum
ógöngum vegna ósigurs í styrjöld eða
af völdum náttúruhamfara eða slíkra
óhappa. Þjóðin á sjálf sök á þessari
hnignun. Hana má að miklu leyti
rekja til opinberrar stjórnarstefnu
ríkisins og þeirrar staðreyndar, að
þjóðin hefur tekið við þessu öllu með
jafnaðargeði, líkt og hún sætti sig við
það.
Ástandið í Bretlandi er þannig
prýðileg lexía í þeirri list að koma
öllu í kalda kol meðal þjóðar, sem var
eitt sinn kraftmikil og öflug.
Aðferðin er einföld. Byrjað er að
lcggja á þjóð slíkar efnahagslegar
byrðar, að hún getur ekki risið undir
þeim. Hvað Bretland snerti, þá voru
byrðar þessar fólgnar í allsherjar vel-
ferðarstefnu, sem tók til alls milli
himins og jarðar. Þar á meðal má
nefna ókeypis læknisþjónustu af öllu
tagi, niðurgreitt húsnæði, niður-
greidd matvæli og niðurgreidda
flutninga.
En það verður að greiða fyrir þetta
allt á einn eða annan hátt. Þetta
hefur annaðhvort í för með sér hærri
skatta og gjöld eða ríkisstjórnin eykur
seðlaútgáfuna eða þá að til beggja
ráðanna er gripið. Hin aukna seðlaút-
gáfa ríkisstjórnarinnar veldur verð-
bólgu, sem eykur allan kostnað og öll
verð, en slíkt krefst svo aftur enn
aukinnar seðlaútgáfu og eykur þann-
ig verðbólguna. Það þarf ekki aðeins
hærri skatta til þess að greiða vaxandi
kostnað og hærri verð heldur einnig
til þess að mæta ásókn verðbólg-
unnar.
Þetta verður svo vítahringur. Núna
kemst venjulegur tekjuskattur upp í
50%, þegar árslaunin ná 15.000
dollurum (um 7.450 pundum, eða
um 2,5 millj. tsl. kr.). Og svo hækkar