Úrval - 01.03.1976, Síða 74

Úrval - 01.03.1976, Síða 74
72 þeim finnst Lúðvík II heyra til fjarlægum ævintýratíma. Fyrstu „sjálfhreyfivagnarnir” voru farnir að skrönglast með ærnum dyn lum raflýstar götur Miinchen, þegar Lúðvík lét aka sér í gullnum, skel-laga sleðanum sínum gegnum þögult vetrarlandslagið. Sjálfur var hann þá klæddur x kápu úr hreysikattaskinni, en kúskar hans voru í bláum flauelis- fötum. Þegar 101 fallbyssuskot tilkynntu fæðingu Lúðvíks hinn 25. ágúst 1845, benti ekkert til þess, að hann myndi nokkurn tíma skapa sannkall- aðan ævintýraheim. Landið, sem hann átti að stjórna er honum yxi fiskur um hrygg, átti næstum engar náttúruauðlindir og iðnaður var þar mjög bágborinn. í Munchen voru aðeins 150 þúsund íbúar, og flest farartækin á götunum vom brakandi uxakermr. Faðir Lúðvíks, Maximilian II, var samviskusamur, gersneyddur allri kímnigáfu og smámunasamur. Hann þjáðist af sífelldum höfuðverk, og hefði miklu fremur viljað vera pró- fessor en kóngur. Móðir Lúðvíks, prússneska prinsessan María, var ánægðust, þegar hún fékk að sýsla við húsverkin — ef hún var þá ekki að fífldjörfu fjallaklifri. ,,Ég lít aldrei í bók, og ég skil ekki fólk, sem liggur í bókum,” sagði hún einhvern tíma. Ungi prinsinn ólst aðallega upp langt frá umheimi samtimans og dvaldi til dæmis Öll sumur í hinni ævafornu, ÚRVAL rómantísku höll Hohenschwangau í Allgaú. Þegar hann átján ára að aldri settist á veldisstól í Bæjaralandi, tók hann störf sín mjög alvarlega. Ráðhermm sínum til hrellingar hélt hann hinn daglega ríkisráðsfund klukkan hálf níu að morgni. Þar hafði hann rauða blýantinn reiðubúinn og und- irritaði nauðsynleg skjöl, en þar fyrir utan las hann öll hugsanleg blöð og bækur, sem hann náði í, um hin sundurleitustu efni. Kóngurinn var mjög mikill áhuga- maður um íþróttir. Sjálfur var hann afbragðs sundmaður og góður ridd- ari. En einvaldurinn ungi fyrirleit allt ofbeldi og einkum heragann, sem einkenndi nágrannaríkið Prússland. Hann kallaði liðsforingjana sína, sem voru með mjög stuttklippt hár „sviðna broddgaltahausa”. Sitt eigið hár lét hann vaxa, sítt og þykkt, og hershöfðingjahatturinn með dúsk úr bláum og hvítum fjöðrum toidi með naumindum ofan á brúskinum. Þegar hann var á unga aldri, var hann fyrst viðstaddur uppfærslu Lohengrin í konunglega leikhúsinu í Damstadt. Það hafði mikil áhrif á hann. Hann var ekki fyrr sestur í hásætið, en hann sendi ráðuneytis- ritara sinn til tónskáldsins, sem samdi óperuna, Richards Wagners, og bauð honum til hirðarinnar. ,,Hvílíkur konungur — ungur, andríkur, gáfað- ur og fríður!” sagði hinn fimmtugi Wagner eftir þeirra fyrsta fund. Það var svo scm ekki að undra, því þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.