Úrval - 01.03.1976, Side 88

Úrval - 01.03.1976, Side 88
86 URVAL vísindamannanna, gátum við ekki tekið þá óskaplegu áhættu að verða undir á þessu sviði. Þungt vatn var efni, sem eðlisfræð- inar notuðu við kjarnorkutilraunir sínar. Mikílvægi þess fyrir Bretland, Bandaríkin og Þýskaland var fólgið í því, að það dugði mjög vel til þess að hægja á neftrónum í úraníumbirgð- um, en það var nauðsynlegt til að koma af stað sjálfvirkri keðjuverkun, sem gerði kjarnorkusprengju mögulega. Þungt vatn verður ekki að útliti greint frá öðru vatni, en þar sem vetnis- atóm þess eru tvöföld að þyngd, er vatnið um það bil tíu prósent þyngra, Það finnst í örlitlum mæli í venjulegu vatni, en það er fjarska erfitt, dýrt og rímafrekt að skilja það frá. Á þessum ríma gat aðeins ein verksmiðja í öllum heiminum framleitt þungt vatn í nokkru mæli: Norsk Hydro áburðar- verksmiðjan í Vemörk í Noregi, en þjóðverjar höfðu haldið landinu herteknu frá 1940. Njósnaskýrslur frá sendimönnum bandamanna í Noregi bentu til þess, að þegar eftir töku Noregs hefðu þjóð- verjarskipað svo fyrir, að verksmiðjan í Vemörk skyldi auka þungavatnsfram- leiðslu sína í 1500 kíló á ári. í febrúar 1942 kom hins vegar í ljós, að fyrirskipuð hafði verið aukning upp x 5000 kíló á ári. Nasistar höfðu þegar sett útflutningsbann á úraníum frá Tékkóslóvakíu, og vísindamenn bandamanna voru sammála um það, að ef nægilega mikið úraníum væri látið liggja í nægilega miklu þungu vatni, mætti framkalla keðjuverkun, sem leiddi til kjarnasprengingar. Churchill og Roosevelt áttu ekki annarsúrkostaen að geraþví skóna, að þeir væm í kapphlaupi við Hitler um að eignast kjarnorkusprengju. Einhvern veginn varð að stýfa forskot Þýskalands á sviði kjarnorku- rannsókna, og líklega var öruggasta leiðin sú að stemma þungavatnsfram- leiðsluna að ósi — Norsk Hydro verksmiðjuna í Vemörk. MISKUNNARLAUS ÓVINUR. Skömmu eftir að Churchill kom heim aftur, var gerð fjarska fífldjörf áætlun. Þungavatnsklefinn í Vemörk var í kjallara verksmiðjunnar, s>., u steyptum og þræljárnuðum, og þar aö auki stóð verksmiðjan eins og arnar- hreiður á klettasyllu, hátt uppi í eyðilegum fjöllum. Hún var ómögu- legt skotmark næturflugs, en yfir öðru höfðu bretar ekki að ráða um þær mundir. Þess vegna var áformað að senda 34 sérþjálfaða návígismenn í tveimur svifflugum yfir Norðursjó inn yfír Harðangur, og skyldu þeir lenda á stóm, óbyggðu fjallasléttunum norð- vestur af Rjukan. Þar áttu mennirnir að safnast saman í mýrlendinu niður undir Mösvatni og ráðast fótgangandi á verksmiðjuna. Lítill hópur átti að fljúga frá Bretlandi og svífa til jarðar í fallhlífum nokkmm vikum fyrir árásina, til þess að kanna svæðið og gera sér grein fyrir hugsanlegri mótstöðu. Þeir áttu að senda veðurskeyti, gefa stefnu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.