Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 88
86
URVAL
vísindamannanna, gátum við ekki
tekið þá óskaplegu áhættu að verða
undir á þessu sviði.
Þungt vatn var efni, sem eðlisfræð-
inar notuðu við kjarnorkutilraunir
sínar. Mikílvægi þess fyrir Bretland,
Bandaríkin og Þýskaland var fólgið í
því, að það dugði mjög vel til þess að
hægja á neftrónum í úraníumbirgð-
um, en það var nauðsynlegt til að koma
af stað sjálfvirkri keðjuverkun, sem
gerði kjarnorkusprengju mögulega.
Þungt vatn verður ekki að útliti
greint frá öðru vatni, en þar sem vetnis-
atóm þess eru tvöföld að þyngd, er
vatnið um það bil tíu prósent þyngra,
Það finnst í örlitlum mæli í venjulegu
vatni, en það er fjarska erfitt, dýrt og
rímafrekt að skilja það frá. Á þessum
ríma gat aðeins ein verksmiðja í öllum
heiminum framleitt þungt vatn í
nokkru mæli: Norsk Hydro áburðar-
verksmiðjan í Vemörk í Noregi, en
þjóðverjar höfðu haldið landinu
herteknu frá 1940.
Njósnaskýrslur frá sendimönnum
bandamanna í Noregi bentu til þess,
að þegar eftir töku Noregs hefðu þjóð-
verjarskipað svo fyrir, að verksmiðjan í
Vemörk skyldi auka þungavatnsfram-
leiðslu sína í 1500 kíló á ári. í febrúar
1942 kom hins vegar í ljós, að
fyrirskipuð hafði verið aukning upp x
5000 kíló á ári. Nasistar höfðu þegar
sett útflutningsbann á úraníum frá
Tékkóslóvakíu, og vísindamenn
bandamanna voru sammála um það,
að ef nægilega mikið úraníum væri
látið liggja í nægilega miklu þungu
vatni, mætti framkalla keðjuverkun,
sem leiddi til kjarnasprengingar.
Churchill og Roosevelt áttu ekki
annarsúrkostaen að geraþví skóna, að
þeir væm í kapphlaupi við Hitler um
að eignast kjarnorkusprengju.
Einhvern veginn varð að stýfa
forskot Þýskalands á sviði kjarnorku-
rannsókna, og líklega var öruggasta
leiðin sú að stemma þungavatnsfram-
leiðsluna að ósi — Norsk Hydro
verksmiðjuna í Vemörk.
MISKUNNARLAUS ÓVINUR.
Skömmu eftir að Churchill kom
heim aftur, var gerð fjarska fífldjörf
áætlun. Þungavatnsklefinn í Vemörk
var í kjallara verksmiðjunnar, s>., u
steyptum og þræljárnuðum, og þar aö
auki stóð verksmiðjan eins og arnar-
hreiður á klettasyllu, hátt uppi í
eyðilegum fjöllum. Hún var ómögu-
legt skotmark næturflugs, en yfir öðru
höfðu bretar ekki að ráða um þær
mundir. Þess vegna var áformað að
senda 34 sérþjálfaða návígismenn í
tveimur svifflugum yfir Norðursjó inn
yfír Harðangur, og skyldu þeir lenda á
stóm, óbyggðu fjallasléttunum norð-
vestur af Rjukan. Þar áttu mennirnir að
safnast saman í mýrlendinu niður
undir Mösvatni og ráðast fótgangandi
á verksmiðjuna.
Lítill hópur átti að fljúga frá
Bretlandi og svífa til jarðar í fallhlífum
nokkmm vikum fyrir árásina, til þess
að kanna svæðið og gera sér grein fyrir
hugsanlegri mótstöðu. Þeir áttu að
senda veðurskeyti, gefa stefnu og