Úrval - 01.03.1976, Side 89
HRAUSTIR MENN
87
leiðbeina svifflugunum þegar þar að
kæmi, lýsa upp lendingarstaðina með
kyndlum og leiðbeina mönnum að
markinu.
Fjórir menn voru valdir til að fara á
undan. Þeir voru norskir, en höfðu
eins og allir landarþeirra við sömu störf
veriðþjálfaðiríEnglandiogSkotlandi,
ískóla,semþjóðverjarkölluðuafgildri
ástæðu ,,Alþjóðlega glæpamanna-
skólann.” Að stinga upp lása, nota
sprengiefni, sjálfsvörn með höndum,
fótum, byssum og hnífum var allt hluti
af kennsluskránni.
Aðfararnótt 18. október svifu
mennirnir til jarðar á Harðangursfjöll-
um með allan sinn útbúnað. Þeirra
fyrsta verk varað koma sér upp aðstöðu
í Skoland-mýrunum rétt suður af
Mösvatni. Margir örðugleikar urðu á
vegiþeirra. En skeytið, sem þeirsendu
til London kvöldið 19. nóvember var
eins og heimboð: „Alheiðskýrt,
tunglsljós. Himneskt veður.”
Þetta kvöld tróðust 34 sérþjálfaðir
breskir návígishermenn (commandos)
á aldrinum 18—31 árs í tvær Horsa
svifflugur, sem síðan voru hengdar
aftan í Halifax sprengjuflugvélar, og
svo var lagt af stað yfir Norðursjóinn.
En núdróský á loft og enginn veit með
vissu hvað gerðist næstu klukkustund-
irnar.
ÖnnurHalifaxvélin, sem flaug lágt,
náði inn yfir Noregsstrendur eins og
áætlað hafði verið, og stefndi í áfanga-
stað. En þegar komið var um 15
kílómetra inn yfir landið, rakst
svifflugan, sem nú hafði verið leyst
aftan úr flugvélinni, á fjallstmd.
Fáeinum sekúndum seinna stakkst
Halifaxflugvélin inn í fjallshlíð um
átta kílómetrum frá slysstað svifflug-
unnar. Allir sex, sem voru um borð 1
flugvélinni, létustþegarí stað og þrír
af þeim, sem voru 1 svifflugunni.
Þýskar sveitir komu á staðinn í býti
næstamorgun. Þeirfundu þáfjórtán,
sem komist höfðu af, þar af sex
stórslasaða. Haldin var stutt yfir-
heyrsla, en um kvöldið voru allir
bretarnir skotnir.
Hitt sameykið komst í námunda við
fyrirheitna staðinn. Þeir, sem voru
komnir, á undan, höfðu lýst upp
lendingarbrautina og komið upp
stefnumerkingu. Um klukkan ellefu
heyrðu norðmennirnir í flugvél, og
þótt þeir sæu nú ekkert fyrir
skýjaþykkninu, gerðu þeir sér ljóst að
vélin kom nokkurn veginn beint yfir
þá og sveigði síðan frá, eins og hún
hefði sleppt svifflugunni og snúið til
baka. Þeir biðu, og væntu þess á hverri
stundu að heyra þytinn, sem boðaði
lendingu svifflugunnar, en ekkert
gerðist.
Flugmaðurinn hafði reyndar snúið
við yfir lendingarstaðnum, án þess að
vita hvar hann var. En svo villtist hann
gjörsamlega. Skýjabakkinn varð æ
þykkari. ís tók að hlaðast á vængi
flugvélarinnar og bæði svifflugan og
flugvélin misstu hæð. Eftir þrjár ákafar
tiiraunir til að hækka flugið slitnaði
sviffluganaftan úrog brotlenti á snævi
þöktum fjöllunum. Átta menn fór-
ust, fjórir slösuðust.