Úrval - 01.03.1976, Page 90

Úrval - 01.03.1976, Page 90
88 ÚRVAL Gestapo tók slösuðu mennina fjóra til yfirheyrslu, en þegar ljóst varð, að þeir gátu ekki svo mikið sem talað, gaf þýskur herlæknir þeim eitur. Þeir fimm, sem eftir voru, höfnuðu í Grini fangabúðunum í útjaðri Osló. Þeir voru yfirheyrðir hvað eftir annað, bæði einn og einn í einu og fleiri saman. Sá sem yfirheyrði, var enskumælandi liðsforingi í þýska flughernum, sem sagði þeim, að sem þreskir hermenn yrðu þeir bráðlega sendir í fangabúðir fyrir breska herfanga. En svo kom sérstök þýsk sendinefnd til Grini, þegar hún kom, var bundið fyrir augun á föngunum, þeir voru handjárnaðir og leiddir úr klefum sínum í annan hluta bygg- ingarinnar. Þegar þangað kom, fengu bretarnir skipun um að standa rétt. Orðið, sem notað var, var þýska orðið achtungl — og fyrir sérstöku sendinefndina var þetta skipun um að skjóta. Bretarnir voru allir teknir af lífi. Það var nú fullljóst, hve mikla áherslu báðir aðilar lögðu á þunga- vatnsverksmiðjuna í Vemörk. Þjóð- verjar þaulleituðu í öllum húsum hæjarins Rjukan, um fjóra kílómetra frá Vemörk. Varnir veksmiðjunnar voru auknar og byrjað að koma upp sprengjubelti umhverfis hana. Lend- ingarstaðurinn, sem komið hafði í ljós af kortum fanganna, var þaul- leitaður. Norðmennirnir fjórir höfðu séð í hendi sér, að hverju fór. Þeir flýttu sér að norðvesturbrún hásléttunnar og létu þar fyrir berast í afskekktum veiðikofa. Þeir áttu nú lítið eftir af matvælum, en drógu fram lífið á haframjöli, ofurlitlu smjörlíki og hreindýramosa. Foringi þeirra, hinn 24 ára gamli Jens-Anton Poulson, hafði tröllatrú á næringargildi hrein- dýramosans. ,,Hann er fullur af fjörefnum og steinefnum,” sagði hann. Hinir, Claus Helberg, Arne Kjelstrup og Knut Haugland, sem fundu kraftana þverra dag frá degi, voru ekki eins sannfærðir. ENDURFUNDIR I SNJÓNUM. Fyrir bandamenn var nú spurn- ingin þessi: Áttu þeir að reyna að ráðast á verksmiðjuna úr lofti, þrátt fyrir norsku verkamennina, sem þar unnu, eða átti að gera eina tilraun enn til hermdarverka af jörðu? Það var Jomar Brun, sem ásamt prófessor Leif Tronstad teiknaði verksmiðjuna, sem gaf svarið. Tron- stad hafði verið í London síðan 1941 sem yfírmaður njósna, leyniþjónustu og hermdarverka fyrir norska herinn. Brun kom til London í nóvember 1942, og nýjar upplýsingar hans um verksmiðjuna og húsaskipan þar sannfærði ráðamenn um, að hægt yrði að gera það, sem tii stóð með fámennum hópi norskra hermdar- verkamanna, sem flúið höfðu land sitt og farið til Englands til að undirbúa sig undir frekari átök. Sá, sem valinn var til að stjórna tilvonandi árás — hafði nú hlotið dulnefnið ,,Gunnerside” varhmn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.