Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 90
88
ÚRVAL
Gestapo tók slösuðu mennina fjóra
til yfirheyrslu, en þegar ljóst varð, að
þeir gátu ekki svo mikið sem talað,
gaf þýskur herlæknir þeim eitur.
Þeir fimm, sem eftir voru, höfnuðu í
Grini fangabúðunum í útjaðri Osló.
Þeir voru yfirheyrðir hvað eftir
annað, bæði einn og einn í einu og
fleiri saman. Sá sem yfirheyrði, var
enskumælandi liðsforingi í þýska
flughernum, sem sagði þeim, að sem
þreskir hermenn yrðu þeir bráðlega
sendir í fangabúðir fyrir breska
herfanga. En svo kom sérstök þýsk
sendinefnd til Grini, þegar hún kom,
var bundið fyrir augun á föngunum,
þeir voru handjárnaðir og leiddir úr
klefum sínum í annan hluta bygg-
ingarinnar. Þegar þangað kom,
fengu bretarnir skipun um að standa
rétt. Orðið, sem notað var, var þýska
orðið achtungl — og fyrir sérstöku
sendinefndina var þetta skipun um
að skjóta. Bretarnir voru allir teknir
af lífi.
Það var nú fullljóst, hve mikla
áherslu báðir aðilar lögðu á þunga-
vatnsverksmiðjuna í Vemörk. Þjóð-
verjar þaulleituðu í öllum húsum
hæjarins Rjukan, um fjóra kílómetra
frá Vemörk. Varnir veksmiðjunnar
voru auknar og byrjað að koma upp
sprengjubelti umhverfis hana. Lend-
ingarstaðurinn, sem komið hafði í
ljós af kortum fanganna, var þaul-
leitaður.
Norðmennirnir fjórir höfðu séð í
hendi sér, að hverju fór. Þeir flýttu
sér að norðvesturbrún hásléttunnar
og létu þar fyrir berast í afskekktum
veiðikofa. Þeir áttu nú lítið eftir af
matvælum, en drógu fram lífið á
haframjöli, ofurlitlu smjörlíki og
hreindýramosa. Foringi þeirra, hinn
24 ára gamli Jens-Anton Poulson,
hafði tröllatrú á næringargildi hrein-
dýramosans. ,,Hann er fullur af
fjörefnum og steinefnum,” sagði
hann. Hinir, Claus Helberg, Arne
Kjelstrup og Knut Haugland, sem
fundu kraftana þverra dag frá degi,
voru ekki eins sannfærðir.
ENDURFUNDIR I SNJÓNUM.
Fyrir bandamenn var nú spurn-
ingin þessi: Áttu þeir að reyna að
ráðast á verksmiðjuna úr lofti, þrátt
fyrir norsku verkamennina, sem þar
unnu, eða átti að gera eina tilraun
enn til hermdarverka af jörðu?
Það var Jomar Brun, sem ásamt
prófessor Leif Tronstad teiknaði
verksmiðjuna, sem gaf svarið. Tron-
stad hafði verið í London síðan 1941
sem yfírmaður njósna, leyniþjónustu
og hermdarverka fyrir norska herinn.
Brun kom til London í nóvember
1942, og nýjar upplýsingar hans um
verksmiðjuna og húsaskipan þar
sannfærði ráðamenn um, að hægt
yrði að gera það, sem tii stóð með
fámennum hópi norskra hermdar-
verkamanna, sem flúið höfðu land
sitt og farið til Englands til að
undirbúa sig undir frekari átök.
Sá, sem valinn var til að stjórna
tilvonandi árás — hafði nú hlotið
dulnefnið ,,Gunnerside” varhmn