Úrval - 01.03.1976, Síða 91

Úrval - 01.03.1976, Síða 91
HRAUS TIR MENN 89 23 ár gamli Joachim Rönneberg. Honum var skýrt frá áætluninni — og örlögum þeirra þrjátíu og fjögurra manna, sem á undan höfðu farið. Hann valdi sér fimm menn í viðbót. Þeir sex, auk þeirra fjögurra, sem biðu einhvers staðar á Harðangurs- auðnum, áttu að freista gæfunnar. Þeir sex voru nú fluttir á einangr- aðan stað, þar sem nákvæm eftirlík- ing af þýðingarmesta stað verksmiðj- unnar var sett upp í fullri stærð. Því verki stjórnuðu þeir Brun og Tron- stad. Rönneberg og menn hans æfðu sig þrotlaust við að leggja sprengi- hleðslur að þungavatnsstrokkunum í myrkri og rata sfna leið við hinar erfiðustu aðstæður. Brun var nýkominn frá verksmiðj- unni og vissi nákvæmlega hvernig þjóðverjar höfðu skipað búðum sín- um umhverfis verksmiðjuna, og hvar árásarmennirnir gætu falið sig. Allar dyr inn í verksmiðjuna voru úr stáii og harðlæstar. Ef notað yrði sprengi- efni til að opna þær, myndi það enda í skotbardaga við þjóðverjana, með miklu mannfalli og þar að auki myndu þjóðverjar hefna sín á sak- lausum íbúum Rjukan. En það var ein ,,ólæst leið,” sem hann réði mönnum stranglega til að reyna. Það var leiðslustokkur. Brun vissi um hann vegna þess, að skömmu áður en hann fór, hafði komið leki að einni leiðslunni, sem flutti fljótandi víti- sóda inn ? verksmiðjuna. Til þess að kanna lekann hafði Brun orðið að skríða inn í stokkinn, sem lá inn í kjallarann og opnaðist í loftinu í herbergi við hliðina á klefa þeim, sem þungavatnsframleiðslan fór fram í. ,,Þarna var rétt möguleiki fyrir einn að þröngva sér í einu,” sagði Brun. „Aðeins fáir menn í Vemörk vita um þessa einu ólæstu leið inn í verksmiðjuna. ” Fyrsta tilraun til að ná til fjallaslétt- unnar var gerð 23. janúar 1943. Flugvélin komst þangað, sem menn- irnir áttu að fleygja sér út í fallhlíf, en þá dró ský á himin svo ákveðið var að snúa aftur til Skotlands. „Þegar þangað kom,” sagði Rönneberg síðar, ,,var ákveðið að næst stykkjum við — hvernig sem skýjafari yrði háttað — og leituðum Poulson og menn hans uppi.” Loks rann sú stund upp, klukkan eitt eftir hádegi 18. febrúar, að mennirnir svifu til jarðar í Harðang- ursfjöllum — hver með sína sjálfs- morðspillu, ef þeir kynnu að nást. Þegar til jarðar kom, sneru þeir sér að því að búa til hentugar byrðar úr dóti sínu og hvíla sig ögn, áður en þeir hæfu leit að Poulson og mönn- um hans. En þá fór að hríða. Og þegar þeir rákust á runna varð þeim ljóst, að þeir voru ekki á ísi lögðu Mösvatni, eins og áætlað hafði verið; þeir höfðu ekki lent á réttum stað. Svo þeir sneru aftur að kofakríli, sem þeir höfðu fundið skammt frá lend- ingarstaðnum, til þess að skoða betur kortin sín. Næsta morgun var komið hörkufrost, snjódýptin var orðin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.