Úrval - 01.03.1976, Síða 92

Úrval - 01.03.1976, Síða 92
90 ÚRVAL rúmlega hálfur meter, og vindhrað- inn var um 85 km. á klst. Þetta varð eitthvert versta hríðar- veður í sögu Suðurnoregs. Það snjóaði jafnt og þétt, og kofinn fór á kaf. Bylurinn stóð fram á fjórða dag, þegar himinninn blánaði loks á ný og kuldinn sindraði yfir snævi þöktu landinu, og flest kennileiti voru horfin. En þeir félagar lögðu i hann, og á sjötta degi fundu þeir þá, sem eftir þeim biðu. Endurfundirnir voru fullir kæti og hávaða, og allir reyndu að leggja orð í belg. I tvo mánuði höfðu Poulson og menn hans nærst eingöngu á hrein- dýrum, sem komu inn á sléttuna, þegar leið á veturinn. Fyrst hnykkti ,,Gunnerside”-mönnunum við, þeg- ar þeir sáu fjórmenningana leggja sér <til munns — ekki aðeins hrein- dýrakjötið, heldur líka meltuna úr maga dýrsins og önnur líffæri þess. Þetta gerðu þeir til að koma í veg fyrir skyrbjúg. Þetta sagði líka sína sögu um það, hvað þeir höfðu orðið að þola. En þeir voru fegnir að fá sinn skerf af þurrkuðum ávöxtum, græn- meti, súkkulaði og sígarettum, sem þeir nýkomnu færðu með sér. MIÐALDAVIRKI. Næsta morgun söfnuðust menn- irnir saman við grófhöggvið eikar- borðið í kofanum til þess að skipu- leggja árásina á Vemörk, um þrjátíu kílómetrum til suðausturs miðað við þann stað, þar sem þeir voru nú. Rönneberg tók að úthluta verkefn- um. Knut Haugland, loftskeytamað- ur, sem fengið hafði menntun sína í Bretlandi, átti að fara til annars kofa með Einari Skinnarland. Einar hafði bæstí hópinn á elleftu stundu. Hann var félagi í neðanjarðarhreyfingunni norsku, og hafði laumast með hjálp fallhlífar til Noregs fyrir um ári, til að erja jörðina fyrir eyðileggingu þunga- vatnsverksmiðjunnar. Hann var frá Rjukan og því þaulkunnugur á þessum slóðum. Þessir tveir menn áttu að sjá um loftskeytasamband- ið við London. Þá voru eftir níu. ,,I skemmdarverkahópnum verða þessir’ ’, sagði Rönneberg, og byrjaði að telja upp: „Fredrik Kayser, Birger Strömsheim, Kasper Idland, Hans Storhaug og ég. Þeir, sem verða álengdar til að standa vörð og verja okkur, ef með þarf, verða þessir: Knut Haukelid, sem stjórnar, Jens- Anton Poulson, Claus Helberg og Arne Kjelstrup.” Eins og fyrr segir, var takmarkið, Vemörk-verksmiðjan, á klettasyllu, sem sprengd hafði verið inn í fjallshlíðina. Þverhnípið var svo mik- ið, að væri steini ýtt fram af brúninni, myndi hann falla nærri tvö hundruð metra án þess að koma nokkurs staðar við, en hafna síðan í Máná, sem rann um gljúfrið fyrir neðan. Umhverfis og yfir verksmiðj- unni náði snarbrött fjallshlíðin upp í 915 metra hæð. Vötn og stíflur uppi á fjallinu sáu verksmiðjutúrbínunum fyrir vatni, sem leitt var í stokkum niður að stöðvarhúsinu. Þjóðverjar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.