Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 92
90
ÚRVAL
rúmlega hálfur meter, og vindhrað-
inn var um 85 km. á klst.
Þetta varð eitthvert versta hríðar-
veður í sögu Suðurnoregs. Það
snjóaði jafnt og þétt, og kofinn fór á
kaf. Bylurinn stóð fram á fjórða dag,
þegar himinninn blánaði loks á ný og
kuldinn sindraði yfir snævi þöktu
landinu, og flest kennileiti voru
horfin. En þeir félagar lögðu i hann,
og á sjötta degi fundu þeir þá, sem
eftir þeim biðu.
Endurfundirnir voru fullir kæti og
hávaða, og allir reyndu að leggja orð í
belg. I tvo mánuði höfðu Poulson og
menn hans nærst eingöngu á hrein-
dýrum, sem komu inn á sléttuna,
þegar leið á veturinn. Fyrst hnykkti
,,Gunnerside”-mönnunum við, þeg-
ar þeir sáu fjórmenningana leggja sér
<til munns — ekki aðeins hrein-
dýrakjötið, heldur líka meltuna úr
maga dýrsins og önnur líffæri þess.
Þetta gerðu þeir til að koma í veg
fyrir skyrbjúg. Þetta sagði líka sína
sögu um það, hvað þeir höfðu orðið
að þola. En þeir voru fegnir að fá sinn
skerf af þurrkuðum ávöxtum, græn-
meti, súkkulaði og sígarettum, sem
þeir nýkomnu færðu með sér.
MIÐALDAVIRKI.
Næsta morgun söfnuðust menn-
irnir saman við grófhöggvið eikar-
borðið í kofanum til þess að skipu-
leggja árásina á Vemörk, um þrjátíu
kílómetrum til suðausturs miðað við
þann stað, þar sem þeir voru nú.
Rönneberg tók að úthluta verkefn-
um. Knut Haugland, loftskeytamað-
ur, sem fengið hafði menntun sína í
Bretlandi, átti að fara til annars kofa
með Einari Skinnarland. Einar hafði
bæstí hópinn á elleftu stundu. Hann
var félagi í neðanjarðarhreyfingunni
norsku, og hafði laumast með hjálp
fallhlífar til Noregs fyrir um ári, til að
erja jörðina fyrir eyðileggingu þunga-
vatnsverksmiðjunnar. Hann var frá
Rjukan og því þaulkunnugur á
þessum slóðum. Þessir tveir menn
áttu að sjá um loftskeytasamband-
ið við London. Þá voru eftir níu.
,,I skemmdarverkahópnum verða
þessir’ ’, sagði Rönneberg, og byrjaði
að telja upp: „Fredrik Kayser, Birger
Strömsheim, Kasper Idland, Hans
Storhaug og ég. Þeir, sem verða
álengdar til að standa vörð og verja
okkur, ef með þarf, verða þessir:
Knut Haukelid, sem stjórnar, Jens-
Anton Poulson, Claus Helberg og
Arne Kjelstrup.”
Eins og fyrr segir, var takmarkið,
Vemörk-verksmiðjan, á klettasyllu,
sem sprengd hafði verið inn í
fjallshlíðina. Þverhnípið var svo mik-
ið, að væri steini ýtt fram af
brúninni, myndi hann falla nærri tvö
hundruð metra án þess að koma
nokkurs staðar við, en hafna síðan í
Máná, sem rann um gljúfrið fyrir
neðan. Umhverfis og yfir verksmiðj-
unni náði snarbrött fjallshlíðin upp í
915 metra hæð. Vötn og stíflur uppi
á fjallinu sáu verksmiðjutúrbínunum
fyrir vatni, sem leitt var í stokkum
niður að stöðvarhúsinu. Þjóðverjar