Úrval - 01.03.1976, Side 94
92
ÚRVAL
að fara ofan í gljúfrið að norðan-
verðu, yfir Máná og klifra upp á
teinana.
Rönneberg átti í fórum sínum
ljósmyndir, teknar úr lofti, þar sem
fram kom, að tré og runnagróður
spratt út úr sprungum í klettaveggn-
um sunnanvert við Máná.
,,Þar, sem tré vaxa, getur maður
klifrað,” sagði Haukelid.
En myndirnar voru teknar að
sumir; nú var vetur. Þeir urðu að vita
vissu sína.
Tveim dögum síðar höfðu norð-
mennirnir flutt aðsetur sitt í fjalla-
kofa nær verksmiðjunni. Þá fór Claus
Helberg, sem var frá Rjukan, niður í
dalinn til að kanna þann hluta af
gljúfrinu, sem samkvæmt myndun-
um virtist vera kleifur. Hann skildi
skíðin sín og stafina eftir uppi á
gilbarminum, og tók að fikra sig
niður. Skaflarnir voru nógu harðir til
þess að halda honum, þegar hann
keyrði tærnar inn í snjóinn. En hvað
eftir annað sökk hann upp að mitti
ofan í skafla, sem safnast höfðu á
klettasyllur. Sums staðar voru líka
svellbunkar eða berir klettar, og einu
sinni rann hann af stað á mikilli ferð,
sem hefði trúlega endað með bein-
brotum, ef hann hefði ekki verið svo
heppinn að ná góðu taki á einiberja-
runna í leiðinni og getað stöðvað sig
þannig.
Það mátti telja víst: Ef ekki hefðu
verið einiberjarunnarnir, rauðgreni
og birkihríslur til að halda sér í, hcfði
þessi leið verið útilokuð.
Loks var Helþerg komin ofan á
gilþotninn, ofan á ísinn á ánni, tæpa
tvo kílómetra frá hengiþrúnni. Þarna
var þlæjalogn og ekki sálu að sjá. Eitt
andartak minntist hann bernsku
sinnar heima í Rjukan, þar sem
dalurinn er svo þröngur að ekki sér til
sólar langtímum saman.
Hann lagði af stað eftir ánni í
áttina frá hengibrúnni, í átt til
Rjukan. Þegar hann hefði gengið
spölkorn, sá hann skorning, þar sem
auðveldara myndi að fara niður
heldur en þar sem hann hafði farið.
Þar virtist ekki útaf eins bratt, og
rauðgrenið og birkið stóð með meiri
blóma beggja megin sprungunnar.
Eftir nokkra leit fann hann svipað-
an skornig hinum megin gljúfursins,
þar sem þeir gætu komist upp á
teinana. Þar yrði að klifra í myrkri,
með þungar klyfjar sprengiefnis,
búnaðar og skotvopna. En það var þó
skárra að skömminni til en að skjóta
sér leið yfir hengibrúna og þaðan inn
í verksmiðjuna.
Nú var allt komið undir veðrinu.
Ef skyndilega hlánaði yrði ísinn og
snjórinn að efju. Áin myndi ryðja sig,
og stormurinn, sem náði sér venju-
lega vel á strik í gljúfrinu, myndi rífa
þá félaga af trjánum, sem þeir héldu
sér í. Einu sinni, þegar Helberg var
strákur, hafði þess konar þíðvindur
feykt eimreið af sporinu, skammt frá
Rjukan. En ef kuldinn héldist, ætti
þctta að verða kleift.
Þcgar Hclbcrg kom aftur til félaga
sinna, urðu mcnnirnir sammála. Þcir