Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
í verksmiðjuna og ljúka ætlunarverk-
inu.
Hópurinn hittist allur á ný á lítilli
skiptistöð um 200 metra frá verk-
smiðjugirðingunni. „Hér bíðum við,
þar til skipt verður um vörð á brúnni
á miðnætti, ’ ’ sagði Rönneberg. , ,Síð-
an bíðum við í hálftíma, til að gefa
nýju vörðunum tíma til að róast.”
Þrjár mínútur fyrir miðnætti sáu
þeir tvo þýska hermenn fara út úr
herbúðunum hjá verksmiðjunni og
niður að hengibrúnni. Fáeinum
mínútum síðar komu aðrir tveir
gangandi neðan frá brúnni og ræddu
saman.
Klukkan hálf eitt héldu norð-
mennirnir áfram að kofum, sem vom
um 100 metra frá hliðinu. ,,Arnp ”
sagði Rönneberg við Arne Kjel-
stmp. „Farðu að hliðinu og klipptu á
keðjuna. Við hinir fylgjumst með og
komum, þegar hliðið er opið.”
LEIÐSLUSTOKKUR.
Kjelstmp tók á kraftklippunum,
sem hann hafði sett utan um
hliðkeðjuna. Hlekkurinn klipptist
auðveldlega sundur, og Kjelstmp
opnaði hliðið. Á fáeinum sekúndum
vom mennirnir komnir inn fyrir og
höfðu tekið þær stöður, sem fyrir-
fram hafði verið ákveðið. Kjelstmp sat
á hækjum sér rétt við aðalhúsið og
fylgdist með varðmanninum, sem
gekk á palli hátt uppi yfir verksmiðj-
unni. Helberg fylgdist með undan-
komuleiðinni út í gegnum hliðið.
Haukelid og Paulson flýttu sér upp
undir tvo stór geyma, sem stóðu
gegnt herbúðunum. Hlypu varð-
mennirnirþaðan út, áttu þeir Hauke-
lid og Poulson að skjóta þá niður.
Þegar hér var komið, var Rönne-
berg kominn með sína menn að
kjallaradymnum. Hans Storhaug
stóð með vélbyssu í hendi og hafði
gát á aðaldymm verksmiðjunnar og
leiðinni niður að brúnni, meðan
Rönneberg reyndi dyrnar. „Læst,”
hvíslaði Rönneberg að Strömsheim
og Idland. „Reynið á fyrstu hæð.”
Svo hljóp hann, með Kayser á
hælunun, fyrir hornið, að glugga. Sá
var svartmálaður eins og aðrir gluggar
hússins, svo ekki sæist inn, en
gegnum smáglufu, þar sem málning-
in hafði flagnað af, sá Rönneberg
það, sem þeir stefndu að: Þunga-
vatnsklefann með átján framleiðslu-
strokka. Milli strokkanna, sem stóðu í
röð, sat norskur verkamaður og
skrifaði í skýrslubók.
Nú var aðeins gler milli þeirra og
tækjanna, sem þeir vom komnir til
að eyðileggja. Nú skipti hver sekúnda
miklu, en verkamanninum kynni að
bregða, ef þeir brytu glerið. Og ef
hann færi að hrópa, yrðu þeir að
farga honum, saklausum norðmann-
inum.
, ,Leiðslustokkurinn, ’ ’ sagðiRönne-
berg. Rétt hjá sá hann stiga liggja
upp að opi, líku hellismunna, í
klettaveggnum, fast við steinsteyptan
verksmiðjuvegginn. „Þarna er það,”
muldraði hann og lagði af stað upp
stigann. Hann fór með höfuðið á