Úrval - 01.03.1976, Side 98
96
ÚRVAL
hnikuðu þeir sér áfram gegnum
stokkinn, þrjátíu metra langan. Þeg-
ar þeir voru komnir svo sem hálfa
leið, rann Colt 4 5 skammbyssa
Kaysers úr hulstrinu og féll ofan á
pípu. Pípan glumdi við, er þungur
málmhluturinn skall á henni.
Þeir biðu milli vonar og ótta, og
bjuggust við að heyra viðvörunar-
flaut. En þeir heyrðu aðeins niðinn x
vélum verksmiðjunnar. Svo virtist,
sem menn teldu ekki ástæðu til að
kippa sér upp við ýmis konar hljóð í
þessu húsi.
Svo þeir héldu áfram að þoka sér í
gegn, og komu loks að sæmilega
stóru opi, sem lá ofan í kjallara-
herbergi. Þeir létu sig síga niður,
tóku byssur í hönd og biðu smá-
stund. Rönneberg gat ekki varist
brosi, erhannsáskiltiá hurðinni, sem
lá inn í næsta klefa. Þar stóð:
ÓÞARFA UMGANGUR BANN—
AÐUR. Hann lagði hönd á húninn
og svipti hurðinni upp.
ÞÚSUND ÞAKKIR.
Andlitið datt gjörsamlega af
norska verkamanninum, sem sat við
borðið. ,,Á fætur og upp með
hendur!” sagði Kayser lágt, en
ákveðið. ,,Við erum hermenn. Ef þú
gerir eins og þér er sagt, kemur
ekkert fyrir þig.”
Rönneberg opnaði bakpokann
sinn og tók að festa bjúgnalaga
sprengiefnið við þungavatnsstrokk-
ana. Hver þessara átján strokka, sem
gerðir voru úr ryðfríu stáli, var einn
og hálfur meter á hæð og fjörutíu
sentimetrar í þvermál, nákvæmlega
eins og líkönin, sem hann hafði æft
sig á í Bretlandi.
”Ég held það sé rétt að segja
ykkur, að það er þarna vítissóda-
leki,” sagði verkamaðurinn allt í
einu. ,,Hann brennir mjög illa, svo
þú skalt passa að fá hann ekki á
hörundið.”
,,Þakka þér fyrir,” svaraði Rönne-
berg, og hélt áfram starfi sínu. Hann
var með níunda strokkinn, þegar
brothljóð í gleri rauf þögnina. Kayser
sveiflaði byssunni frá verkamannin-
um að glugganum. En þegar fingur
hans var að byrja að kreppast um
gikkinn, sá hann andlit Strömsheims
í glugganum. Hann og Idland höfðu
ekki fundið ytri endann á leiðslu-
stokknum, svo þeir tóku það ráð að
brjóta gluggann. Nú skreið Ströms-
heim inn um gluggann og tók að
hjálpa Rönneberg með verkið.
Þegar þeir höfðu gengið örugglega
frá sprengiefninu á öllum átján
strokkunum, fór Rönneberg yfir
verkið til að ganga úr skugga um, að
allt væri eins og það átti að vera. Þá,
þegar hann var að skoða kveiki-
búnaðinn, sagði norski vexkamaður-
inn allt í einu: ,,Btðið aðeins -
gleraugun mín — ég get ekki án
þeirra verið.
Rönneberg vissi, að þýskir varð-
menn gátu komið hvenær sem var.
Hann vissi líka, að þjóðverjar höfðu
lagt hald á alla sjónglerjavinnslu í
Noregi. Hann fór þangað sem verka-