Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 103
■HRAUSTIR MENN
101
fjórmenningarnir Poulson og menn
hans höfðu lengst beðið komu hinna.
Þar skiptu þeir sér svo í þrjá hópa. Þá
var kominn fjórði mars. Rönneberg,
Idland, Strömsheim, Storhaug og
Kayser kvöddu hina og lögðu af stað,
í fullum einkennisklæðum, yfirsnævi
þakið hálendið í áttina að sænsku
landamærunum. Haukelid og Kjel-
strup fóru í borgaraleg föt og stefndu
suð-vestur á Þelamörk, þar sem
ráðgert var að þeir tækju við stjórn
norsku andspyrnuhreyfingarinnar.
Poulson fór llka í borgaraleg föt og
lagði af stað til Oslóar og hins
fyrirhugaða fundar við Helberg.
Hann hafði norskt vegabréf, norska
peninga og skammbyssu. Honum
miðaði vel, komst um 85 kílómetra á
tveimur dögum. Þegar myrkrið féll á,
að kvöldi annars dags, var hann rétt við
Uvdal og hélt því áfram, í von um
svefnstað nær mannabyggðum. Þegar
hann hafði rennt sér um hríð ofan
fjallshlíð, sá hann Ijósin á lítilli
vegarkrá.
,,Ég var kaldur og þreyttur, og
hafði ekki sofið í hlýju herbergi í
marga mánuði,” sagði hann seinna.
,,Gegn betri vitund ákvað ég að
leigja herbergi um nóttina og fá
heitan mat.
Hann fékk fisk, kartöflur og gott
kaffi, en fór síðan upp í herbergið,
sem hann hafði fengið. Þegar hann
var að húa sig ísvefninn, hcyrði hann
háværar raddir. Hann opnaði dyrnar
líiið citt og lagði cyrun við:
„Hvcrjir dvclja hcrna í nótt?”
heyrði hann spurt, valdsmannlegum
tóni.
„Aðeins einn gestur,” sagði gest-
gjafínn. ,,Hann kom á skíðum fyrir
um tveim tímum. Hann sagðist vera í
orlofi.”
Poulson lokaði dyrunum og gekk
úr skugga um, að byssan hans væri á
sínum stað. Hann heyrði hratt
fótatak fyrir framan, og síðan var
lamið á dyrnar.
,,Hver er þar?”
„Lögreglan.”
Þegar Poulson opnaði dyrnar,
kom maður í einkennisbúningi
lögreglustjóra inn, og lögregluþjónn
með honum. Poulson horfði svip-
brigðalaust á þá og velti því fyrir sér,
hvort þeir væru Quislingar — en svo
voru norskir föðurlandssvikarar
nefndir.
„Vegabréfið,” sagði lögreglustjór-
inn og kímdi við.
Poulson rétti honum vegabréfið og
beið, en lögregluþjóninn gekk um
herbergið og virti fyrir sér búnaðinn,
sem lá á víð og dreif.
„Það gerðist eitthvað í Vemörk,”
sagði lögreglustjórinn, um leið og
hann rétti honum vegabréfið aftur.
,.,Það voru unnin skemmdarverk í
áburðarverksmiðjunni.” Hann gekk
að bakpoka Poulsons og tók upp úr
h.onum svcfnpokann. Hann hafði
vcrið scrstaklcga saumaður í Englandi
fyrir þcssa ferð. Þótt pokinn væri á
cngan hátt auðkcnndur Englandi,
flaug Poulson í hug, að lögrcglustjór-