Úrval - 01.03.1976, Síða 104
102
URVAL
inn kynni að þekkja, að hann væri
þaðan.
„Þetta er afþragðs svefnpoki,”
sagði lögreglustjórinn, um leið og
hann snéri til dyra með aðstoðar-
manni sínum.
,,Góða veiði,” sagði Poulson á
eftir þeim.
,,Nei, ég vi) ekki finna þá,”
svaraði lögreglustjórinn. ,,Mér er
sagt, að þeir séu vopnaðir.
Um morguninn át Poulson góðan
morgunmat og hélt svo áfram för
sinni.
TELFT UM LÍF OG DAUÐA.
Sá kvittur gekk meðal þjóðverja,
að 800 breskir fallhlífarmenn hefðu
lent á Harðangursheiðum, og þjóð-
verjar létu það ekki dragast að efna til
víðtækra mannaveiða. Vörubílar
erfiðuðu upp eftir fjallshlíðunum svo
langt sem þeir komust. Gert var
útboð um allar herbúðir þjóðverja í
Noregi eftir sérhverjum hermanni,
sem gæti staðið á skíðum. Norð-
mönnum var skipað að láta í té skíði,
stafi og skó. Þegar þýsku hóparnir
loks lögðu af stað, voru þeir svo
óvanir ferðalögum og leitum af þessu
tagi, að þeir renndu sér svo að segja
yfir ummerkin, sem hefðu gefið
norðmönnum drjúga vísbendingu.
Þegar hér var komið sögu, höfðu
Rönneberg og félagar hans lokið
erfiðri ferð sinni til sænsku landa-
mæranna. (Fyrir milligöngu breska
sendiráðsins í Stokkhólmi var flogið
með þá til London.) Þegar Skinrier-
land og Haugland, loftskeytamenn-
irnir tveir, fréttu um leitina í
tilkynningu frá neðanjarðarhreyfing-
unni, tóku þeir saman búnað sinn og
komust í öruggt fylgsni í fjöllunum.
Haukelid og Kjelstrup földu sig líka á
hásléttunni. En 8. mars, átta dögum
eftir árásina á verksmiðjuna, gæddu
þeir Poulson og Helberg sér á
rjómabollum („gerfirjóma að vísu,
en það minnti á alvörurjóma”) á
kaffihúsi í Osló.
Hinn tuttugu og fjögurra ára gamli
Claus Helberg var fífldjarfur snilling-
ur. Vinir hans sögðu, að dirfska hans
steypti honum í vanda, snilldin
bjargaði honum aftur. Það kann að
hafa verið hin óviðráðanlega til-
hneyging hans til að lenda í krögg-
um, sem kom honum til að yfirgefa
Osló, einmitt þegar hin umfangs-
mikla leit þjóðverja á hásléttunni var
að byrja, og leggja af stað til að ganga
í neðanjarðarhreyfinguna 1 Rjukan-
dal.
Þegar hann flúði eftir árásina, sá
hann hvergi móta fyrir þjóðverjum;
og hann hafði ekkert frétt af leitinni,
þegar hann lagði á sléttuna í átt til
Rjukan. Fyrst fór hann með lest til
Uvdal, síðan beint af augum. Þegar
hann hafði farið á skíðunum um 50
kílómetra, nam hann staðar í fjalla-
kofa til að hvíla sig.
Um Ieið og hann kom inn, sá hann
að þjóðverjar höfðu komið þar.
Borðum og stólum hafði veri veh,
leitað í rúmstæðum, skápar og
skúffur brotnar. Hann hljóp út til að