Úrval - 01.03.1976, Page 106

Úrval - 01.03.1976, Page 106
104 URVAL þriðja sinn og hitti enn ekki. Hann tók á öllu sínu til að standast freistinguna að skjóta á móti, en stóð grafkyrr, meðan þjóðverjinn skaut í fjórða og fimmta sinn. Helþerg taldi sig heyra í báðum kúlunum. Nú átti þjóðverjinn aðeins eitt skot eftir. Helberg heyrði, þegar sjötta kúlan skall á steini fyrir aftan hann. Nú var hlutverkum skipt. Þjóðverj- inn snéri við og lagði aftur af stað upp brekkuna. Kæmist hann upp og gæti lagt af stað aftur niður hinum megin, myndi Helberg ekki ná honum. Helberg dró á hann smátt og smátt, og rétt áður en þjóðverjinn komst upp á brekkubrúnina, nam Helberg staðar og skaut tveimur eða þremur skotum á á að giska þrjátíu metra færi. ,,Ég held, að ég hafi hitt einhvers staðar í hann, en ég er ekki viss.” í stað þess að huga nánar að andstæðingi sínum sneri hann við og hraðaði sér sem mest hann mátti burtu, áður en fleiri þjóðverjar birtust. Sólin settist. Um hríð var honum borgið. Það var kyrrt veður og stillt, en skýjað og dimmt. Helberg var nú orðinn ærið þreyttur og var að renna sér meðfram gljúfurbarmi og hugsa um það, hve nærri hann hefði verið drottni sínum, þegar hann renndi sér fram af kletti og kom ofan í snævi þakta skriðu fyrir neðan. Fallið var ríflega 30 metrar. Þegar hann reyndi að hreyfa hægri handlegg, skar sárs- aukinn hann frá úlnliði upp í olnboga. Úlnliðurinn var brotinn. Hann reis á fætur, og fann sér til léttis,. að hann hafði hvorki brotið fætur né skíði. En nú þurfti hann á lækni að halda. LJÓNAGRYFJAN. Næsta morgun kom Helberg tiþ Raulands, stærsta bæjarins á þessum slóðum. Hann hafði verið á ferðinni í 36 klukkutíma og hafði lagt að minnsta kosti 190 kílómetra að baki. Eltingaleikurinn langi, einvígið í brekkunni og fallið gerðu það að verkum, að hann var orðinn veik- burða og hugsunin sljó. Þegar hann kom til borgarinnar, gekk hann beint inn í stærsta safn þýskra hermanna og Gestapomanna, síðan hann fór frá Osló. Hann var alltaf fljótur að átta sig og spila eftir eyranu. Nú snéri hann sér að þýskum liðþjáifa, lést vera staðarmaður, dró fram vegabréfið, sem hafði verið falsað handa honum í London og sagðist hafa gengið í lið með þjóðverjum í leitinni að skemmdarverkamönnunum í Ve- mörk. Liðþjálfinn sendi hann þegar í stað til þýsks herlæknis. Hann bjó um brotið og gaf honum verkjadeyf- andi sprautu. Síðan hélt Helberg hinn rólegasti af stað til Dalen, sem er lítið þorp á bökkum Bandaksvatns, og ætlaði að komast þaðan til Osló næsta dag. Hann var nú illilega hvíldar þurfi, og hélt beint á gistihúsið í plássinu. Hann var ekki fyrr kominn þar á herbergi, en húsið tók að óma at
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.