Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 106
104
URVAL
þriðja sinn og hitti enn ekki. Hann
tók á öllu sínu til að standast
freistinguna að skjóta á móti, en stóð
grafkyrr, meðan þjóðverjinn skaut í
fjórða og fimmta sinn. Helþerg taldi
sig heyra í báðum kúlunum.
Nú átti þjóðverjinn aðeins eitt skot
eftir. Helberg heyrði, þegar sjötta
kúlan skall á steini fyrir aftan hann.
Nú var hlutverkum skipt. Þjóðverj-
inn snéri við og lagði aftur af stað
upp brekkuna. Kæmist hann upp og
gæti lagt af stað aftur niður hinum
megin, myndi Helberg ekki ná
honum. Helberg dró á hann smátt og
smátt, og rétt áður en þjóðverjinn
komst upp á brekkubrúnina, nam
Helberg staðar og skaut tveimur eða
þremur skotum á á að giska þrjátíu
metra færi. ,,Ég held, að ég hafi hitt
einhvers staðar í hann, en ég er ekki
viss.” í stað þess að huga nánar að
andstæðingi sínum sneri hann við og
hraðaði sér sem mest hann mátti
burtu, áður en fleiri þjóðverjar
birtust. Sólin settist. Um hríð var
honum borgið.
Það var kyrrt veður og stillt, en
skýjað og dimmt. Helberg var nú
orðinn ærið þreyttur og var að renna
sér meðfram gljúfurbarmi og hugsa
um það, hve nærri hann hefði verið
drottni sínum, þegar hann renndi sér
fram af kletti og kom ofan í snævi
þakta skriðu fyrir neðan. Fallið var
ríflega 30 metrar. Þegar hann reyndi
að hreyfa hægri handlegg, skar sárs-
aukinn hann frá úlnliði upp í
olnboga. Úlnliðurinn var brotinn.
Hann reis á fætur, og fann sér til léttis,.
að hann hafði hvorki brotið fætur né
skíði. En nú þurfti hann á lækni að
halda.
LJÓNAGRYFJAN.
Næsta morgun kom Helberg tiþ
Raulands, stærsta bæjarins á þessum
slóðum. Hann hafði verið á ferðinni í
36 klukkutíma og hafði lagt að
minnsta kosti 190 kílómetra að baki.
Eltingaleikurinn langi, einvígið í
brekkunni og fallið gerðu það að
verkum, að hann var orðinn veik-
burða og hugsunin sljó. Þegar hann
kom til borgarinnar, gekk hann beint
inn í stærsta safn þýskra hermanna og
Gestapomanna, síðan hann fór frá
Osló.
Hann var alltaf fljótur að átta sig
og spila eftir eyranu. Nú snéri hann
sér að þýskum liðþjáifa, lést vera
staðarmaður, dró fram vegabréfið,
sem hafði verið falsað handa honum í
London og sagðist hafa gengið í lið
með þjóðverjum í leitinni að
skemmdarverkamönnunum í Ve-
mörk. Liðþjálfinn sendi hann þegar í
stað til þýsks herlæknis. Hann bjó
um brotið og gaf honum verkjadeyf-
andi sprautu. Síðan hélt Helberg
hinn rólegasti af stað til Dalen, sem
er lítið þorp á bökkum Bandaksvatns,
og ætlaði að komast þaðan til Osló
næsta dag.
Hann var nú illilega hvíldar þurfi,
og hélt beint á gistihúsið í plássinu.
Hann var ekki fyrr kominn þar á
herbergi, en húsið tók að óma at