Úrval - 01.03.1976, Page 107
HRAUSTIR MENN
105
háværum röddum og stígvélatrampi.
Josef Terboven Reichskommissar og
Gestapoforinginn Wilhelm Rediess
voru komnir með lið sitt og ætluðu
að vera um nóttina. Þýskir verðir voru
við allar gáttir og grandskoðuðu
vegabréf.
Um kvöldið, þegar Helberg var að
borða, komu þeir Terboven og
Rediess inn og lögðu undir sig tvö
stór borð við eldstæðið ásamt mönn-
um sínum. Þegar þeim hafði verið
borið vín, skipuðu þeir tveim ung-
um, norskum konum við næsta borð
að koma að þeirra borði. Fyrst
neituðu konurnar, en þegar fastar var
á knúð, gerðu þær það sem fyrir þær
var lagt, fýlulegar og þvermóðskuleg-
ar. Önnur þeirra, Aase Hassel að
nafni, talaði þýsku, og það líkaði
þýsku foringjunum vel. Hún var
spurð, hvar faðir hennar, sem var
liðsforingi í norska hernum, væri.
Þjóðverjarnir roðnuðu af illsku þegar
húnsvaraði: ,,í Englandi, sem betur
fer.” Og hún bætti við: ,, Allir góðir
norðmenn eru jössingar (and-nasist-
ar).” Eftir þetta létu þjóðverjarnir
sem þeir sæju ekki stúlkurnar.
Næsta morgun voru 18 norskir
gestir í gistihúsinu, þeirra á meðal
Aaes Hassel og Helberg, handtekin
fyrir „ósvífna framkomu” og sagt, að
þau yrðu flutt til Grini fangabúð-
anna til yfirheyrslu. Helberg vissi,
hvað það kynni að leiða af sér. Hann
gat þó ekkert annað gert en að vona
að honum tækist að sleppa, einhvers
staðar á leiðinni.
Þegar fólksflutningavagn nam
staðar frammi fyrir gistihúsinu, voru
fangarnir leiddir niður þrepin einn
og einn í einu. Helþerg hikaði, í von
um að geta orðið síðastur upp í bílinn
og ná sæti nærri dyrunum. En
þjóðverjinn, sem sá um að koma
föngunum út í bílinn, sparkaði þá
svo illskulega í rassinn á honum, að
hann þeyttist á grúfu ofan tröppurn-
ar. Um leið og hann féll, losnaði
skammbyssan innan úr skíðajakkan-
um hans og rann áfram, þar til hún
staðnæmdist við stígvélaklædda fæt-
ur þýsks hermanns.
Þetta er ekki að koma fyrir mig,
sagði Helberg við sjálfan sig. Ég er
bara að ímynda mér þetta. En
byssan var þarna enn, milli gljá-
fægðra stígvélanna, og nú tók þjóð-
verjinn hana upp og leit á hana. Ef
hún yrði sett í samband við skot-
bardagann 1 fjöllunum, þurfti Hel-
berg ekki að hafa áhyggjur af
matnum á morgun.
En Helberg var settur á enn um
hríð. Hershöfðingjarnir voru farnir af
gistihúsinu, og hermennirnir, sem
eftir voru, ákváðu að fela örlög
norðmannanna yfirmönnum Grini í
hendur.
Þegar hann var á leiðinni aftur í
bílinn, þar sem hann var neyddur til
að setjast á bakpokann sinn í ganginn
milli sætanna, gerði hann sér grein
fyrir öryggisráðstöfunum þjóðverj-
anna. Einn vopnaður varðmaður sat
fremst í bílnum. Fjórir aðrir, á
tveimur mótorhjólum með körfu,