Úrval - 01.03.1976, Page 108

Úrval - 01.03.1976, Page 108
106 URVAL fóru á undan bílnum og eftir. Flóttalíkurnar voru bágbornar. Þegar Helberg litaðist nánar um, sá hann sér til gleði, að Aase Hassel, stúlkan, sem hafði lítilsvirt bióðverj- ana kvöldið áður, sat við hiið hans. Þau fóru að spjalla saman, hátt og glaðlega. Meðan þau spjölluðu, hvíslaði Helberg að henni. ,,Ég verð að sleppa, ég verð að sleppa.” Samtímis var hann að eyðileggja minnisbók sína svo lítið bar á, tuggði og gleypti síðu eftir síðu. Þar kom, að varðmanninum frammi í bílnum fannst þessi kátína Aase Hassel og Claus Helberg ekki einleikin, miðað við kringumstæður. Loks kom hann aftur í og skipaði Helberg að setjast í sæti sitt fremst í bílnum. Á leiðinni fram í heyrði Helberg, að Aase dró að sér athygli varðmannsins með því að skrafa við hann á þýsku, af mikilli ákefð. Um kvöldið, þegar bíllinn erfiðaði hægt upp á hæð skammt frá Osló, sá Helberg stað, þar sem aðeins mjó akurræma var milli vegarins og skógarins. Hann spratt á fætur og svipti upp hurðinni, áður en öku- maðurinn gat gert sér grein fyrir því, sem var að gerast. Það gullu við hróp og ískraði í dekkjum, þegar bíllinn og mótorhjólin námu staðar. Helberg hentist yfir akurinn, en leitarljósin og kúlurnar plægðu akurinn allt I kringum hann. Hann var kominn í skógarjaðarinn, þegar handsprengj- urnar tóku að springa. Hann féll, og grjót og aur skullu á honum úr öllum áttum. Hann reis á fætur og hljóp, féll aftur, spratt upp á ný og hljóp áfram, og komst sífellt lengra inn í skóginn. Loks, þegar hann var að komast bak við stóra eik, fann hann að handsprengja hitti hann í öxlina. Hann kastaði sér í blindni inn í furu- lund og beið þess skelfdur að spreng- ingin rótaði yfir hann jarðvegi, barri og greinum. En sprengjan sprakk ekki. Helberg ætlaði varla að trúa þessu. Ég er lifandi, hugsaði hann, þegar honum rann mæðin og hræðslu- skjálftinn rénaði. Leitarmennirnir sneru við, og eftir fáein andartök hélt hópurinn áfram. Helberg brölti á fætur og þramm- aði gegnum snjóinn meðfram vegin- um, þangað til hann kom að bóndabæ. Þar fékk hann hlýjar, norskar móttökur, var borinn matur og drykkur, fékk rúm að hvílast í og engar nærgöngular spurningar. Næsta dag var honum sóttur læknir. Hann spurði heldur engra spurninga. Hann kom því svo fyrir, að Helberg var fluttur á geðveikrahæli og hafður þar í einangrunarklefa sem ,,hættu- legur vitfírringur,” þar til úlnliður- inn var gróinn. Þar ónáðaði hann enginn. Að því loknu fékk hann skíði að láni og hélt á þeim til Svíþjóðar og þaðan til Bretlands, þar sem Rönne- berg og þeir hinir tóku á móti honurn sem týndum bróður, vandræðagrip, sem villst hefði af réttri leið, en ratað heim um síðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.