Úrval - 01.03.1976, Síða 121
119
„Fyrstu tvo til þrjá mánuði þung-
unar er hún venjulega ekki til trafala
við íþróttaiðkun. Á Ólympíuleikum
fyrir nokkrum árum voru að minnsta
kosti þrjár konur, sem hlutu gull-
verðlaun, þungaðar. Ef þjálfuð
íþróttakona hefur löngun til að halda
áfram íþróttaiðkunum sínum þar til
húnerkomin ásteypinn, ættiþaðekki
að skaða.”
Læknarnir bættu því við, að ekkert
benti til þess að íþróttakonur ættu
erfitt með að fæða. Þvert á móti
hefðu þær yfirleitt færri fylgikvilla
við fæðingar og hríðarnar tækju
fljótar af en hjá þeim konum, sem
litla hreyfingu hafa. Þær geta síðan
tekið til við íþróttirnar að nýju innan
fárra vikna eftir fæðinguna, ef ekkert
óvænt hefur gerst.
ÞEIR GÁFUÐU LIFA LENGST!
Það er samhengi milli gáfnafars og
menntunar annars vegar en ævi-
lengdar hins vegar. Tveir bandarískir
aldursfræðingar hafa nýlega rann-
sakað, hverjir væru enn á lífi af þeim
900 manns, sem rannsakaðir voru
árið 1958, þá sextugir að aldri. Þeir
hafa komist að þvi, að þeir sem eru
vel menntaðir og skipa virðingar-
stöður hafa hærri meðalaldur en aðrir
hópar samfélagsins. Vísindamenn
hafa búið til mælikvarða um lífgetu,
sem kalla má lífgetuvísitölu, LV. Á
sama hátt og gáfnavísitala barns er
fundin með því að deila í svokallaðan
„gáfnaaldur” þess með árafjöldan-
um, sem það hefur að baki, er
lífgetuvísitalan fundin með því að
deila í aldur mannsins með meðal-
aldrinum. Ef maður deyr nákvæm-
lega á meðalaldri, hefur hann 1,5 og
svo framvegis.
Háskólamenntað fólk hafði að
meðaltali lífgetuvísitölu 1,23, en fólk
með litla skólamenntun fór niður í
LV 0,82. Prófessorar lifa lengst, en
bændur styst. Skrifstofumenn höfðu
LV 1,06, verkamenn 0,95, og hús-
mæður aðeins 0,87.
Að þessari skiptingu liggja vafa-
laust margar ástæður. Menntamenn-
irnir lifa trúlega heilbrigðara lífi og
hafa meiri aðlögunarhæfni. En veiga-
mesta ástæðan virðist vera sú, að fólk
í góðum stöðum lifir áhyggjulausara
lífi og hefur minni fjálmálasorgir, til
að auka sér streitu.
Human behaviour.
Síminn hringdi og þegar ég lyfti tólinu heyrði ég reiðilega rödd sem
krafðist þess að fá að tala við Fred: ,,Mér þykir það leitt,” sagði ég.
,,Þú hlýtur að hafa fengið skakkt númer.”
,,Ekki harma það, frú,” svaraði röddin. ,,Þú ert heppin að þekkja
hann ekki. ”
S.J.