Úrval - 01.03.1976, Page 127
MUNKURINNI GESTAPO-FANGELSINU
125
Alfreð lofaði því og hélt loforð sitt,
en þegar hann var við gröfina, kom
þýskur herforingi óvænt að honum.
,,Hvað ert þú að gera hér?” hvæsti
herforinginn. ,,Þótt þú sért munkur,
máttu ekki, sem einn af hermönnum
Foringjans, leyfa þér að heiðra
hermdarverkamenn! ’ ’
En Alfreð hafði svarið á taktein-
um: ,,Ég kem hér á hverjum degi,”
svaraði hann. ,,Ég bið fyrir hinum
látnu, einnig þýsku flugmönnunum,
sem hér liggja í gröfum sínum.”
Áður en langt um leið gerði Alfreð
það upp við sig, að umönnun og góð
orð væm ekki nóg. Þrátt fyrir hina
gífurlegu áhættu ákvað hann að veita
andspyrnuhreyfingunni beina að-
stoð. í félagi við tvo franska föður-
landsvini, Georges Ruetsch, sem var
túlkur fyrir þjóðverja í Cher, og Félix
Desgorges, vínkaupmann í Bourges
stofnaði hann umfangsmikla njósna-
þjónustu. Þeir þrír komu boðum til
fanganna um nýjar handtökur, sáu
um að tilkynningar þeirra næðu til
réttra aðila og hagræddu fjarvistar-
sönnunum, sem hægt var að ieggja
fyrir Gestapo.
I október 1943 var munkurinn
einu sinni beðinn að fara með fanga í
leigubíl til sjúkrahússins í Tours.
Fanginn, sem hafði særst er hann var
handtekinn, var Francois Magnol,
einn af foringjum andspyrnuhreyf-
ingarinnar. Alfreð fann þegar í stað,
að bílstjórinn hafði fulla samúð með
fanganum. Um leið og bíllinn var
kominn út fyrir Bourges, lét hann
bílstjórann nema staðar, og sendi
hann svo með skilaboð til konu
Magnols um að brenna allt og
eyðileggja, sem gæti komið manni
hennar illa.
Þegar Magnol var brautskráður af
sjúkrahúsinu og kominn aftur til
Bordiot, gerði Alfreð fífldjarfa áætl-
un. Hann kom frú Magnol, dulbú-
inni sem ræstingakonu — inn í
fangelsið, og hagræddi því svo, að
hún gat rætt við mann sinn.
í árslok 1943 var Alfreð orðinn
ótrúlega slunginn í að koma í kring
heimsóknum í fangelsið. Tíðasti
gesturinn, túlkurinn Ruetsch, var
föngunum til ótrúlega mikillar hjálp-
ar, því hann gjörþekkti ákærurnar á
hvern einn þeirra. Óvæntasti gestur-
inn var séra Borut, sem þá hafði verið
látinn laus fyrir átta mánuðum.
Alfreð sótti hann heim á prestsetrið í
Persan, rúmlega 250 kílómetra frá
Bourges. Þegar þeir voru eitt sinn á
leið til Boraiot um miðja nótt,
stöðvaði þýskur varðhópur þá. Nú
voru góð ráð dýr, en Alfreð var ekki
ráðalaus fremur en fyrri daginn.
Hann lék taugaveiklaðan SS foringja,
öskraði og æpti og barði frá sér.
Leikarabragðið heppnaðist, varð-
flokkurinn hörfaði með lotningu.
í fangelsinu geymdi Alfreð prest-
inn inni í skáp, meðan hann kom á
fundi með honum og Yves Tole-
dano, einum þeirra fanga, sem best
var gætt. Yves og Marc bróðir hans
voru báðir ákærðir fyrir njósnir, en
góð ráð séra Baruts gerðu Yves fært