Úrval - 01.04.1976, Side 53
51
hitaeiningar ,,hér” og 20 hitaeining-
ar ,,þar” og berjist við að halda
kolvetnisneyslunni í 30 grömmum á
dag, þá neyta milljónir annarra um
víða veröld um 3000 hitaeininga á
dag og 600 gramma af kolvetnum án
þess að fitna um gramm. Sveitafólk í
Afríku og Asíu helst til dæmis grannt
alla ævi, enda þótt það neyti margra
hitaeininga og kolvetnaauðugs fæðis.
Vísindamenn á sviði læknisfræð-
innar, sem hafa reynt að komast að
orsökum þessa, hafa uppgötvað eftir-
farandi staðreyndir:
Næstum öll okkar, sem erum of
feit, urðum það við neyslu fíngerðrar
fæðu, svo sem fínmalaðs sykurs og
hvíts, fínmalaðs hveitis og vara úr
þessum efnum.
Sumir þeir, sem hafa hitaeininga-
snautt mataræði, kvarta yfír því, að
þeir léttist samt ekki og fitni jafnvel.
En samt neyta fjölmargir um víða
veröld hitaeiningaauðugs fæðis án
þess að fitna.
Vísindamenn þessir skýra þetta
fyrirbrigði með eftirfarandi orsökum
eftir að hafa rannsakað og efnagreint
mataræði þúsunda einstaklinga:
1. Vegna þess að fíngerð fæða
(sem inniheldur mikið af fínmöluð-
um sykri og hvítu, fínmöluðu hveiti)
er svo ljúffeng, freistar hún blátt
áfram til ofneyslu, þannig að offitan
verður næstum óhjákvæmilegur
fylgifiskur slTkrar neyslu.
2. Hin dæmigerða meðhöndlun
offítunnar er að fyrirskipa sjúklingn-
um hitaeiningasnautt fæði. En slíkt
fæði er næstum alltaf fíngert og það
skortir í ógnvænlegum mæli fæðu-
trefjar og dregur þannig úr hæfni
meltingarfæranna.
3. Offíta er sjalgæf meðal þeirra,
sem eru algerar grænmetisætur,
þeirra, sem borða aðeins ávexti,
hnetur, grænmeti og svipaða fæðu.
Sveitafólk í Afríku og Asíu neytir allt
að 3.000 hitaeininga á dag, en fæða
þess er mjög grófgerð, og þvf verður
það næstum aldrei of feitt. (En um
leið og þessit sömu afríkubúar taka
að neyta hinnar trefjalitlu fæðu okkar
hvítu mannanna, fitna þeir ekki síður
en við.)
★ ★ ★
Það er ekki fyrr en á síðustu 5
árum, að sérfræðingar á þessu sviði
eru raunverulega farnir að skilja,
hvers vegna fólk verður feitt. Rann-
sóknir á matarvenjum of feitra
einstaklinga gefa til kynna, að þeir
fínni seint til ,,saðningarviðbragða”,
það er að segja þeir geta borðað
ósköpin öll, áður en heilastöð sú, sem
stjórnar matarlystinni, gefur þeim
merki um, að þeir séu orðnir saddir.
Þeir, sem neyta aðeins eðlilegs
fæðumagns, verða fyrr saddir, og
hætta því fljótlega að borða.
Of feitt fólk borðar líka yfírleitt
hratt, tyggur illa og er gráðugt í
matvæli, sem hafa mjög ihikinn
hitaeiningafjölda miðað við efnis-
magn. Þar að auki virðast meltingar
færi þeirra starfa mjög vel og ná
hverri hitaeiningu úr því, sem þeir
borða.