Goðasteinn - 01.03.1973, Side 17

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 17
búinn að vera blindur í nokkur ár. Er til heimilis í grennd við Akra N. D. hjá dóttur sinni Margréti ekkju Halldórs Hjálmars- sonar frá Brekku í Mjóafirði, Hermannssonar í Firði. Björn var fjörmaður mikill og hafði mikla hæfileika til sálar og líkama. NORÐUSTU BÆIR I EIÐAÞINGHÁ Hamragerði hcitir norðasti bær í Eiðaþinghá af bæjum þeim, sem standa nærri fjalli. Bærinn stendur undir háum hamri, sem hann dregur nafn af. I Hamragerði bjó lengi Methúsalem Sig- urðsson, Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík, Péturssonar. Kona Methúsalems var Guðrún Skúladóttir systir Björns um- boðsmanns á Eyjólfsstöðum og síra Sveins í Kirkjubæ. Síra Sveinn var, áður en hann varð prestur, ritstjóri blaðsins Norðra. 1 Hamragerði voru Hjaltastaðaþinghármenn oft vanir að gista náttlangt, þegar þeir fóru kaupstaðarferð til Seyðisfjarðar. Núpsá heitir á, sem kemur ofan úr fjalli og fellur í Gilsá skammt fyrir austan bæ, sem heitir Hleinagarður. Heyrt hef ég, að rétta nafn bæjar þessa sé Hleiðrargarður, kallaður svo cftir Hleiðru eða þá Hleiðrargarði, sem var aðsetur Danakonungs á dögum Skjöldunga. Hleiðrargarður er norðasti bær í Eiðaþinghá af vestari bæjarröðinni þar, nær Lagarfljóti. Þorkell Hannesson, greindur maður og fróður vel, sagði mér, að á dögum Hans Víums sýslumanns hefði maður búið í Hleiðr- argarði, er Sigfús hét. Jón hét maður og var Ingimundarson, bjó að mig minnir á Tjarnarlandi. Sigfús fannst myrtur, og lék grunur á, að Jón hefði banað honum, því fátt hafði verið á milli þeirra. Hans Víum bað Jón að ríða með sér til þings, sýndi sig í vináttu við hann í ferðinni. Tókst honum með kænsku að fá Jón til að meðganga morðið og svo var Jón dæmdur til lífláts og tekinn af þar á þinginu. TALDIR UPP BÆIR í HJALTASTAÐAÞINGHÁ Getið nokkurra bamda. Lítilsháttar nm œttir þeirra, landslag o.fl. I minni tíð í Hjaltastaðaþinghá töldust þar 28 bæir. Tveir af þeim voru nýbýli, og var annað þcirra komið í eyði, þegar ég fór af íslandi. Auk þess voru 4 bæir, sem aðeins tilheyra Hjalta- Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.