Goðasteinn - 01.03.1973, Side 23

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 23
móti bola og urðu harðar sviptingar. Lauk þá svo, að prestur kemur bola út og inn í hesthús í túninu og lokar hann þar inni og fer svo inn í rúm aftur og er mjög dasaður. Hann sendi um kveldið út að Snotrunesi til Hjörleifs sterka og bað hann að koma næsta morgun og lóga bola. Árla morguns kom Hjörleifur með hákarlaskálm sína og spurði: „Hvar er nú kálfurinn?" Honum var vísað til hesthúss. Þegar Hjörleifur lýkur upp dyrunum, kem- ur boli út og ræðst á Hjörleif. Hann snýr bola niður og sker hann ofan í mykjuhauginn. Konur höfðu komið á eftir með trog og ílát til að taka á móti blóðinu en urðu of seinar. Móðir mín, sem var fædd 1809, sagði mér, að árið 1817 hefði Júbilhátíð verið haldin í Hjaltastað í minningu um siðabót Lúthers fyrir 300 árum og hefði síra Hjörleifur stjórnað samkomunni og hefði verið að spauga um, hvort nokkur, sem þar væri staddur, mundi lifa næstu Júbilhátíð 1917. Kona síra Hjörleifs var Bergljót dóttir Páls prófasts Magnús- sonar á Valþjófsstað og Sigríðar dóttur Páls prófasts Magnús- sonar. Sonur þeirra var síra Einar í Vallanesi faðir síra Hjörleifs á Undirfelli, föður Einars skálds. Síra Einar var fæddur 1798. Hann giftist 20 ára gamall Eiínu Vigfúsdóttur prests í Garði í Kelduhverfi og á Skinnastað, systur síra Björns á Eiðum. Hún var miklu eldri en síra Einar. Eftir dauða hennar giftist hann Þóru frændkonu sinni, dóttur Jóns vefara Þorsteinssonar á Kóreks- stöðum. Síra Einar mun hafa orðið aðstoðarprestur föður síns skömmu eftir að hann kvæntist, sem ég veit af því, að móðir mín, sem ólst upp á Brennistöðum í Eiðaþinghá, fór oft kynnisferð út að Víðastöðum, þegar hún var fyrir innan fermingu, var fermd 1823. Var þá stundum við messu á Hjaltastað og gaf sig fram ásamt öðrum börnum til að láta síra Einar spyrja sig út úr kverinu, og hefði hann þá sagt, að það væri nú ekki innan síns verkahrings að spyrja sóknarbörn síra Björns á Eiðum. Síra Einar fór að búa á Svínafelli skömmu eftir að hann kvæntist. Hann var búmaður sem faðir hans. Honum hélzt ekki vel á sauðasmölum, því þeir þóttust knappt haldnir til matar hjá konu hans. Magnús Eiríksson, hinn alkunni Unitara guðfræðingur, Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.