Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 27

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 27
í fjárrétt á haustin lék hann sér að því að hampa sauðum sínum á lófum sér til að vita, hvað þungir þeir væru. Einsog margir í ætt hans, var hann stóryrtur og skapbráður, en hafði líka marga ágæta kosti, var skemmtinn og glaður við alla, þegar hann var í góðu skapi, og var ávallt reiðubúinn að veita hjálp, ef leitað var til hans. Scm ræðumaður mátti hann teljast með betri prestum honum samtíða, uppfræddi börn vel til fermingar og var sérlega skyldurækinn við það starf. Á þeim árum þurftu börn að læra „átta kapitula kverið", og var það harðsótt verk fyrir börn, sem voru gáfnasljó, og urðu þau þá stundum að þola það að verða eigi fermd, þó þau væru komin á fermingarlögaldur, sem var á 15. ári. Síra Jakob vísaði tveimur drengjum frá fjórum sinnum, fermdi þá ekki fyrr en þeir voru á 19. ári. Við spurningar var hann mjög alúðlegur við þau börn, sem honum líkaði við, en hinum tornæmu valdi hann stundum sérkennileg nöfn, en var þó fljótur til að bæta, ef hann sá, að aðfinnslur hans særðu tilfinn- ingar barnsins. f sambandi við viðkynningu mína af síra Jakob, get ég ekki stillt mig um, að minnast á eitt atriði. Ég naut tilsagnar hjá honum á Hjaltastað um vikutíma árið 1860, þegar ég var 12 ára gamall. Það var um vortíma, skömmu eftir sumarmál. Ég byrjaði dvölina á sunnudag eftir messu. Ég undi mér illa, þegar foreldrar mínir og systkini fóru heim, en ég var skilinn eftir. Vinnumaður var á staðnum, sem hét Hallur Sigurðsson, frá Njarð- vík, hálfbróðir Jóns Sigurðssonar í Njarðvík. Hallur átti mikið bókasafn: Noregskonungasögur, íslendingasögur flestar, meðal þeirra Sturlunga og Árbækur Espólíns. Móðir mín bað Hall, að lofa mér að líta í bækur hans um kveldið mér til huggunar og skemmtunar, og varð hann góðfúslega við bóninni og sagði mér væri heimill aðgangur að bókum sínum, þegar ég vildi. Svo þegar ég var farinn að lesa í bókum Halls, fann ég ekki til óyndis. Á mánudagsmorguninn, strax þegar ég kom á flakk og að lokinni máltíð, tók ég að lesa í bókunum. En svo kom prestur eftir lít- inn tíma og tók mig inn í ritherbergi sitt, og fór að kenna mér, sýndi mér fyrst að skrifa og það gekk eftir vonum. Mér þótti mikið varið í, að brúka stálpenna hjá presti, - hafði ekki séð Goðasteinn 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.