Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 27
í fjárrétt á haustin lék hann sér að því að hampa sauðum sínum
á lófum sér til að vita, hvað þungir þeir væru. Einsog margir í
ætt hans, var hann stóryrtur og skapbráður, en hafði líka marga
ágæta kosti, var skemmtinn og glaður við alla, þegar hann var
í góðu skapi, og var ávallt reiðubúinn að veita hjálp, ef leitað var
til hans. Scm ræðumaður mátti hann teljast með betri prestum
honum samtíða, uppfræddi börn vel til fermingar og var sérlega
skyldurækinn við það starf. Á þeim árum þurftu börn að læra
„átta kapitula kverið", og var það harðsótt verk fyrir börn, sem
voru gáfnasljó, og urðu þau þá stundum að þola það að verða
eigi fermd, þó þau væru komin á fermingarlögaldur, sem var á
15. ári. Síra Jakob vísaði tveimur drengjum frá fjórum sinnum,
fermdi þá ekki fyrr en þeir voru á 19. ári. Við spurningar var
hann mjög alúðlegur við þau börn, sem honum líkaði við, en
hinum tornæmu valdi hann stundum sérkennileg nöfn, en var þó
fljótur til að bæta, ef hann sá, að aðfinnslur hans særðu tilfinn-
ingar barnsins.
f sambandi við viðkynningu mína af síra Jakob, get ég ekki
stillt mig um, að minnast á eitt atriði. Ég naut tilsagnar hjá
honum á Hjaltastað um vikutíma árið 1860, þegar ég var 12
ára gamall. Það var um vortíma, skömmu eftir sumarmál. Ég
byrjaði dvölina á sunnudag eftir messu. Ég undi mér illa, þegar
foreldrar mínir og systkini fóru heim, en ég var skilinn eftir.
Vinnumaður var á staðnum, sem hét Hallur Sigurðsson, frá Njarð-
vík, hálfbróðir Jóns Sigurðssonar í Njarðvík. Hallur átti mikið
bókasafn: Noregskonungasögur, íslendingasögur flestar, meðal
þeirra Sturlunga og Árbækur Espólíns. Móðir mín bað Hall, að
lofa mér að líta í bækur hans um kveldið mér til huggunar og
skemmtunar, og varð hann góðfúslega við bóninni og sagði mér
væri heimill aðgangur að bókum sínum, þegar ég vildi. Svo þegar
ég var farinn að lesa í bókum Halls, fann ég ekki til óyndis. Á
mánudagsmorguninn, strax þegar ég kom á flakk og að lokinni
máltíð, tók ég að lesa í bókunum. En svo kom prestur eftir lít-
inn tíma og tók mig inn í ritherbergi sitt, og fór að kenna mér,
sýndi mér fyrst að skrifa og það gekk eftir vonum. Mér þótti
mikið varið í, að brúka stálpenna hjá presti, - hafði ekki séð
Goðasteinn
25