Goðasteinn - 01.03.1973, Side 40

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 40
næsta dag og kvaddi menn til Lögbergs og flutti þar hina merki- legu og afdrifaríku ræðu sína. Hann hóf máls með því að ræða u.m, í hvert óefni væri komið, þá er menn hefðu ekki ein lög í landinu, og talaði um fyrir mönnum á margan hátt. Var ræða hans á þá leið, að menn skyldu ekki láta þá ráða, sem gengju með mestu kappi með og móti, heldur miðla svo málum að hvorir tveggju hafi nokkuð af sínu máli, ,,en vér höfum allir ein lög og einn sið, því að þat man satt vera: ef vér slítum lögin, þá slítum vér ok friðinn“. Lét hann síðan þingheim játa því, að þau lög skyldi hafa, er hann segði upp. En lögin byrjuðu svo: að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, en um barnaútburð og hrossakjötsát skyldu haldast hin fornu lög, einnig skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjörbaugsgarði, ef vottum kæmi við. Hof og hörga skyldi niður brjóta. Annars skyldu haldast hin fyrri lög, þau sem ekki stóðu móti kristnum dómi. Þar með voru allir íslendingar kristnir, og þær fáu ívilnanir. sem heiðnir menn fengu að halda, fékk Ólafur Haraldsson afnumið, skömmu eftir að hann kom til valda í Noregi, líklega þegar 1016. Kristnitakan á alþingi árið 1000 er einsdæmi. Heil þjóð hafnar með lögboði trú feðra sinna og tekur við nýjum sið, sið, sem að vísu var nokkuð þekktur hér á landi, en sem vafalaust mikill minni hluti þjóð- arinnar aðhylltist. Þarna kemur margt til greina, er hugleiða skal, hvað valdi þessum skyndilegu straumhvörfum. Hinn forni siður, Ásatrúin, hafði um langt skeið verið í hnignun, trúin á mátt sinn og megin var orðin útbreidd. Trúarbrögðin hæfðu ekki lengur hinum víðsýnustu og menningarauðugustu þegnum þjóðveldisins. Þau voru eins og flík, sem maður hefur vaxið upp úr, höfðu verið góð og farið vel, en voru, er hér var komið, orðin of þröng. Lönd þau, sem íslendingar þekktu bezt til utan Norðurlanda, s.s. England og Frakkland, höfðu verið kristin um langan aldur, og þaðan höfðu norrænir menn orðið fyrir margvíslegum menningar- áhrifum. Kristnar hugmyndir höfðu um langan aldur síast ómeð- vitað inn í hugi manna og valdið breytingum á viðhorfum þeirra til tilverunnar yfirleitt. Áhrif kristinna lífsskoðanna og hugmynda sýrðu skáldskap 10. aldarinnar, sem einna bezt kemur fram í 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.