Goðasteinn - 01.03.1973, Page 60

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 60
safnmenn mega gæta að sér í dómum um hluti, sem til þeirra berast með óljósri fræðslu um uppruna. Við fyrsta álit bendir ekkert til annars en þess, að hér sé kominn hnífur unninn á vcrkstæði útlendra fagmanna. Auðvitað er hann til orðinn fyrir áhrif frá verkum þeirra eins og flcst í smíðum okkar, cn lúnar hendur bóndans í Fjósum hafa unnið hann að öllu leyti. Hnífurinn er í stærra lagi af vasahníf að vcra (10x3 cm) og veldur því það, hve margt er í hann borið af áhöldum. Hann er gerður af þremur cfnum, járni (stáli), nýsilfri og mahogny. Hníf- blöðin eru þrjú, mismunandi að stærð, og er eitt þeirra sagarblað. Hnífskeftið sjálft er samansett af sjö áhöldum, au.k hinna venju- legu hjalta, þolinmóðs, kinna og slíðra. Bak skaftsins leikur á þolinmóð og fellur með króki fyrir afturenda. Krókinn notaði Eyjólfur við að kraka úr hófum hesta við járningu. Undir bak- krækju cr fyrst korktrekkjari, þá alir tveir. Þvert á móti hníf- blöðum opnast blóðbíldur til að nota við blóðtöku stórgripa. Inn í hnífskeftið að aftan eru felldir tveir hlutir, flísatöng og tann- stöngull. Allt er þetta gert af frábærri vandvirkni og snilli Sama er að segja um umbúðir áhalda, hjölt og kinnar og undirlag þeirra. Kinnar eru úr mahogny, hjölt úr nýsilfri. I aðra kinn (efri) er felld plata úr nýsilfri, og má vera, að smiðurinn hafi í fyrstu ætlað hana til áletrunar. Guðrún Eyjólfsdóttir frá Fjósum segist ekki muna fyrr eftir sér en hnífurinn góði var daglega í fórum föður hennar. Eftir því ætti hann að vera smíðaður á fyrstu árum aldarinnar. Síðar smíðaði Eyjólfur annan hníf eigi miður vandaðan en þennan. Sá hnífur skartaði á landssýningunni 1930. Hann komst í eigu Ólafs Jónssonar ljósmyndara frá Hvammi í Mýrdal og kynni að hafa fylgt honum á dauðastund, er flugvélin Glitfaxi fórst í Faxaflóa. Guðrún frá Fjósum lagði góðgripi sína glöð í hendur mínar, og sýnu fegnari varð hún yfir að vita af þeim þar rúmum hálfum mánuði seinna, er hún hlaut að hverfa frá heimili sínu á flótta með tvær hendur tómar eins og allir íbúar hinnar fögru og frið- sælu byggðar úti í Vestmannaeyjum, sem miskunnarlaus eyðing hefur síðan herjað frá degi til dags. 58 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.