Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 60

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 60
safnmenn mega gæta að sér í dómum um hluti, sem til þeirra berast með óljósri fræðslu um uppruna. Við fyrsta álit bendir ekkert til annars en þess, að hér sé kominn hnífur unninn á vcrkstæði útlendra fagmanna. Auðvitað er hann til orðinn fyrir áhrif frá verkum þeirra eins og flcst í smíðum okkar, cn lúnar hendur bóndans í Fjósum hafa unnið hann að öllu leyti. Hnífurinn er í stærra lagi af vasahníf að vcra (10x3 cm) og veldur því það, hve margt er í hann borið af áhöldum. Hann er gerður af þremur cfnum, járni (stáli), nýsilfri og mahogny. Hníf- blöðin eru þrjú, mismunandi að stærð, og er eitt þeirra sagarblað. Hnífskeftið sjálft er samansett af sjö áhöldum, au.k hinna venju- legu hjalta, þolinmóðs, kinna og slíðra. Bak skaftsins leikur á þolinmóð og fellur með króki fyrir afturenda. Krókinn notaði Eyjólfur við að kraka úr hófum hesta við járningu. Undir bak- krækju cr fyrst korktrekkjari, þá alir tveir. Þvert á móti hníf- blöðum opnast blóðbíldur til að nota við blóðtöku stórgripa. Inn í hnífskeftið að aftan eru felldir tveir hlutir, flísatöng og tann- stöngull. Allt er þetta gert af frábærri vandvirkni og snilli Sama er að segja um umbúðir áhalda, hjölt og kinnar og undirlag þeirra. Kinnar eru úr mahogny, hjölt úr nýsilfri. I aðra kinn (efri) er felld plata úr nýsilfri, og má vera, að smiðurinn hafi í fyrstu ætlað hana til áletrunar. Guðrún Eyjólfsdóttir frá Fjósum segist ekki muna fyrr eftir sér en hnífurinn góði var daglega í fórum föður hennar. Eftir því ætti hann að vera smíðaður á fyrstu árum aldarinnar. Síðar smíðaði Eyjólfur annan hníf eigi miður vandaðan en þennan. Sá hnífur skartaði á landssýningunni 1930. Hann komst í eigu Ólafs Jónssonar ljósmyndara frá Hvammi í Mýrdal og kynni að hafa fylgt honum á dauðastund, er flugvélin Glitfaxi fórst í Faxaflóa. Guðrún frá Fjósum lagði góðgripi sína glöð í hendur mínar, og sýnu fegnari varð hún yfir að vita af þeim þar rúmum hálfum mánuði seinna, er hún hlaut að hverfa frá heimili sínu á flótta með tvær hendur tómar eins og allir íbúar hinnar fögru og frið- sælu byggðar úti í Vestmannaeyjum, sem miskunnarlaus eyðing hefur síðan herjað frá degi til dags. 58 Goðastemn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.