Goðasteinn - 01.06.1974, Side 10

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 10
þeim, en sléttara er á sundinu. Heitir þar lega, þar sem legið er til laga. Þegar landmaður hefur veifað að, hleypur hann niður í fjöruna og krýpur á kné. Merkir það, að bíða skuli næstu bend- ingar. Landmaður tekur svo næsta lag, sem gefst, stendur þá á fætur og sveiflar báðum handleggjum eins og í róðri. Er þá ró- inn iífróður í land. Enn gefur landmaður bendingu um stefnu, ef straumur er mikill í hliðinu út í eyrina. Skundar svo til félaga sinna þeim til aðstoðar. Brimi svo ört, að ekki sé lendandi, veifar landmaður frá efst af sjávarkampinum og gengur með veifuna tii austurs frá vörun- um. Þýðir það, að nú skal leggja frá til Vestmannaeyja. Það var oftast þrautalendingin, þegar svona stóð á. Hent getur það, að sjór sléttist eftir að veifað er frá. Er þá veifan látin falla en tekin svo upp að nýju. Sjómenn bíða þá úti fyrir og sjá hvað setur. Dæmi voru þess, að þeim gæfist lag í land eftir svo sem stundarbið. Landmanni var hlýtt skilyrðislaust, það voru óskráð lög. Á unglingsárum mínum var sandurinn kallaður kampur, þar sem hann bar hæst, en ekki kambur, og held ég þeirri venju. Forsjálir formenn höfðu lýsiskút með sér á sjóinn og helltu úr honum út fyrir borðstokkinn ef sjó tók að brima til að lægja öld- urnar. Líklegt þykir mér, að langt sé síðan, er vökul augu tóku eftir því, að bestu hliðin mynduðust við hvalfjöru. Alltaf rann þar lýsi úr rekanum, sem öldurnar sleiktu og báru með sér út á lána. Þegar róið var við sandana á stórum og þungum áraskipum, var það oftast erfiðasti kaflinn að setja nær sjó eftir lausum fjöru- sandi og þá ekki síður að setja upp skipið að loknum róðri. Ef fáliðað var á skipinu, þekktist að stafnsetja. sem kallað var. Gengu menn þá að stafni skipsins og brýndu honum neðar í fjöruna og svo hinum stafninum á sama hátt og svo koll af kolli, þar til komið var í flæðarmál. Þá fóru skipverjar hver að sínu rúmi, höfðu hönd á keip og héldu skipinu réttu. Það hét að styðja fram undir. Formaður kallaði lagið með þessum orðum: Róið í ]esú nafni. 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.