Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 10
þeim, en sléttara er á sundinu. Heitir þar lega, þar sem legið er til laga. Þegar landmaður hefur veifað að, hleypur hann niður í fjöruna og krýpur á kné. Merkir það, að bíða skuli næstu bend- ingar. Landmaður tekur svo næsta lag, sem gefst, stendur þá á fætur og sveiflar báðum handleggjum eins og í róðri. Er þá ró- inn iífróður í land. Enn gefur landmaður bendingu um stefnu, ef straumur er mikill í hliðinu út í eyrina. Skundar svo til félaga sinna þeim til aðstoðar. Brimi svo ört, að ekki sé lendandi, veifar landmaður frá efst af sjávarkampinum og gengur með veifuna tii austurs frá vörun- um. Þýðir það, að nú skal leggja frá til Vestmannaeyja. Það var oftast þrautalendingin, þegar svona stóð á. Hent getur það, að sjór sléttist eftir að veifað er frá. Er þá veifan látin falla en tekin svo upp að nýju. Sjómenn bíða þá úti fyrir og sjá hvað setur. Dæmi voru þess, að þeim gæfist lag í land eftir svo sem stundarbið. Landmanni var hlýtt skilyrðislaust, það voru óskráð lög. Á unglingsárum mínum var sandurinn kallaður kampur, þar sem hann bar hæst, en ekki kambur, og held ég þeirri venju. Forsjálir formenn höfðu lýsiskút með sér á sjóinn og helltu úr honum út fyrir borðstokkinn ef sjó tók að brima til að lægja öld- urnar. Líklegt þykir mér, að langt sé síðan, er vökul augu tóku eftir því, að bestu hliðin mynduðust við hvalfjöru. Alltaf rann þar lýsi úr rekanum, sem öldurnar sleiktu og báru með sér út á lána. Þegar róið var við sandana á stórum og þungum áraskipum, var það oftast erfiðasti kaflinn að setja nær sjó eftir lausum fjöru- sandi og þá ekki síður að setja upp skipið að loknum róðri. Ef fáliðað var á skipinu, þekktist að stafnsetja. sem kallað var. Gengu menn þá að stafni skipsins og brýndu honum neðar í fjöruna og svo hinum stafninum á sama hátt og svo koll af kolli, þar til komið var í flæðarmál. Þá fóru skipverjar hver að sínu rúmi, höfðu hönd á keip og héldu skipinu réttu. Það hét að styðja fram undir. Formaður kallaði lagið með þessum orðum: Róið í ]esú nafni. 8 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.