Goðasteinn - 01.06.1976, Page 15

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 15
mcst til að vckja vinnumenn sína ef þeir sváfu of lengi. Ekki máttu dætur hans læra að skrifa, þó löngun væri til þess, en hannyrðir máttu þær læra hjá prestskonunni í E.inholti, Guðrúnu, konu séra Brands Tómassonar. Líka máttu þær standa yfir fé hans til beitar, þegar bræður þeirra voru á sjó. Svona gekk lífið áfram í árafjölda. Mig hlægir það stórum, þegar ég heyri það nú hjá yngri kyn- slóðinni að fólk í gamla daga hefði haft það svo rólegt og kvartar jafnframt yfir erfiði, en hefur þó nóg til alls að heita má. Stundum heyrist sagt að fyrr hefði verið svo margt vinnufólk að húsbændurnir hefðu lítið þurft að vinna, en svo var ekki, flest fátæk hjón urðu að berjast harðri baráttu með fjölskyldu sína án þess að hafa neina hjálp, og tek ég hér eina fjölskyldu af mörgum: Jón Guðmundsson og Guðrún Bergsdóttir í Borgarhöfn bjuggu þar á rýru koti. Þau eignuðust 12 börn, 2 dóu ung en 10 komust upp, 7 dætur og 3 synir. Allt varð þetta myndarfólk. Elsti sonur, Sigjón, sjálfmenntaður var yfirsmiður við byggingu Kálfafellsstað- arkirkju, sem nú er. Hann hefur mikið unnið að húsasmíði hér í sveit og víða yfirsmiður. Hann býr nú á föðurleifð sinni og hefur ekki gifst. Guðmundur bróðir hans er þar líka. Sigrtður dóttir Guðmundar er gift Ara Jónssyni frá Fagurhólsmýri, eiga 4 syni, 2 þeirra, Jón og Guðmundur, eru við nám í Háskóla íslands, og sagðir góðir námsmenn. Þriðji bróðirinn frá Borgarhöfn, Gísli, var nemandi í Laugaskóla, að því loknu einn vetur kennari í Suður- sveit, en dó ungur úr lungnabólgu. Fjórar systurnar giftust og eiga marga afkomendur, myndarfólk á framfarabraut. Svona rættist úr fyrir Jóni og Guðrúnu, sem börðust sinni hörðu baráttu og segja mátti að vantaði allt til alls, en komu sinni stóru fjölskyldu vel til manns. Foreldrar Jóns Guðmundssonar voru Guðmundur Jónsson, fæddur í Skálafellsseli, nýbýli úr eystri jörð á Skálafelli, og Snjó- laug Jónsdóttir, Höskuldssonar, ættuð úr Landcyjum. Snjólaug var sína bústaðartíð ljósmóðir hér í sveit og farsæl í öllu, listræn í höndum eins og bræður hennar, Eymundur í D.ilksnesi og Þorlákur á Hofi, sem smíðaði Hofskirkju, sem stendur í því formi enn. Þorlákur smíðaði ljósahjálminn, sem er í kirkjunni, ég held óbreytt- Goðasteinn 13

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.