Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 15

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 15
mcst til að vckja vinnumenn sína ef þeir sváfu of lengi. Ekki máttu dætur hans læra að skrifa, þó löngun væri til þess, en hannyrðir máttu þær læra hjá prestskonunni í E.inholti, Guðrúnu, konu séra Brands Tómassonar. Líka máttu þær standa yfir fé hans til beitar, þegar bræður þeirra voru á sjó. Svona gekk lífið áfram í árafjölda. Mig hlægir það stórum, þegar ég heyri það nú hjá yngri kyn- slóðinni að fólk í gamla daga hefði haft það svo rólegt og kvartar jafnframt yfir erfiði, en hefur þó nóg til alls að heita má. Stundum heyrist sagt að fyrr hefði verið svo margt vinnufólk að húsbændurnir hefðu lítið þurft að vinna, en svo var ekki, flest fátæk hjón urðu að berjast harðri baráttu með fjölskyldu sína án þess að hafa neina hjálp, og tek ég hér eina fjölskyldu af mörgum: Jón Guðmundsson og Guðrún Bergsdóttir í Borgarhöfn bjuggu þar á rýru koti. Þau eignuðust 12 börn, 2 dóu ung en 10 komust upp, 7 dætur og 3 synir. Allt varð þetta myndarfólk. Elsti sonur, Sigjón, sjálfmenntaður var yfirsmiður við byggingu Kálfafellsstað- arkirkju, sem nú er. Hann hefur mikið unnið að húsasmíði hér í sveit og víða yfirsmiður. Hann býr nú á föðurleifð sinni og hefur ekki gifst. Guðmundur bróðir hans er þar líka. Sigrtður dóttir Guðmundar er gift Ara Jónssyni frá Fagurhólsmýri, eiga 4 syni, 2 þeirra, Jón og Guðmundur, eru við nám í Háskóla íslands, og sagðir góðir námsmenn. Þriðji bróðirinn frá Borgarhöfn, Gísli, var nemandi í Laugaskóla, að því loknu einn vetur kennari í Suður- sveit, en dó ungur úr lungnabólgu. Fjórar systurnar giftust og eiga marga afkomendur, myndarfólk á framfarabraut. Svona rættist úr fyrir Jóni og Guðrúnu, sem börðust sinni hörðu baráttu og segja mátti að vantaði allt til alls, en komu sinni stóru fjölskyldu vel til manns. Foreldrar Jóns Guðmundssonar voru Guðmundur Jónsson, fæddur í Skálafellsseli, nýbýli úr eystri jörð á Skálafelli, og Snjó- laug Jónsdóttir, Höskuldssonar, ættuð úr Landcyjum. Snjólaug var sína bústaðartíð ljósmóðir hér í sveit og farsæl í öllu, listræn í höndum eins og bræður hennar, Eymundur í D.ilksnesi og Þorlákur á Hofi, sem smíðaði Hofskirkju, sem stendur í því formi enn. Þorlákur smíðaði ljósahjálminn, sem er í kirkjunni, ég held óbreytt- Goðasteinn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.