Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 18
völlum á Skeiðum og konu hans Guðríðar Jóhannsdóttur frá
Brunnum.
Einu sinni gekk ég á leið með Guðrúnu frá Uppsölum að Hest-
gerði. Hún leit upp í fjallið á Uppsölum og sagði: „Veistu af
hverju þarna heitir Sýrhellir?“ Ég vissi það ekki. Hún sagði að
bóndi, sem bjó á Uppsölum, hefði átt svín og beitt þeim á Svína-
fellsmýrar, sem eru í Uppsalalandareign og stöðuvatn í miðri
mýrinni, kaliað Svínavatn. Við standbergið fremst á brúninni var
svo Sýrhellir, sem svínin voru byrgð í.
Þegar við komum að Tjarnaleiti, sagði Guðrún: „Mikið er
hann Stórihvammur fallegur.“ Ég spurði: „Hvað sérðu við hann?“
„Það eru svo falleg litbrigði í fjallinu, þarna eru fallegar skógar-
hríslur og þarna vaxa jarðarber.“
Þegar við komum í Tröllaskörð, stendur þar þrevett, grátt
tryppi. Guðrún gælir við tryppið og segir: „Mikið er tryppið
fallegt.“ Ég segi: „Mér finnst það of digurt.“ Guðrún strýkur
því þá í framan og segir: „Sérðu ekki svipinn og þessi fallegu
augu?“
Ég skildi við Guðrúnu hjá Skránúp. Þá var orðið stutt að Hest-
gerði. Ég spurði Guðrúnu af hverju væru svona mörg nöfn á bæn-
um. Hún sagði að það væri djúpur dalur norðan í Hestgerðishnútu.
Lengi hefði vantað hesta og síðast hefðu þeir fundist í þessum
dal og af því hefði nafnið komið á bæinn. I öðru lagi sagði hún
að lækur hefði runnið austan við bæinn og heitið Hrekkur. Þá
hefði það skeð að hann hefði hlaupið á bæinn, farið í gegnum
fjósið, sem var austasta húsið í þorpinu, og tekið kálfsjötuna með
sér. Þá hefði verið farið að segja Hreggsgerði og nöfnin síðan
fylgst að. Sjálf sagðist Guðrún nota nafnið Hestgerði.
Guðrún var aldrci á heimili mínu nema sem gestur, en ég
kynntist henni hér á Skálafelli. Ég var sótt þangað fjórum sinnum
til Pálínu Magnúsdóttur. Guðrún var hér þá vinnukona hjá Pálínu
og manni hennar, Páli, sem var bróðir Guðrúnar.
Guðrún var tæplega meðalkona á hæð, kannski ekki talin fríð
sýnum en augun voru djúpsett og tinnusvört og leiftruðu eins og
skærir gimsteinar, þegar hún beindi þeim að manni, og fannst mér
sem hún mundi sjá með þeim allt í gegn. Hún átti falleg peysuföt
16
Goðasteinn