Goðasteinn - 01.06.1976, Page 27

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 27
brædd yfir tólg. Skyr var jafnan sent til Vestmannaeyja í skiptum fyrir saltadan fugl, fýl og lunda, jafnvcl súlu. Þcgar tún höfðu verið slegin og hirt, voru töðugjöldin haldin mcð því að sjóða hangikjöt og einhver góður grautur var til kvöldverðar, helst grjónavellingur með rúsínum, cinnig kaffibrauð mcð kaffinu, einna helst lummur cn búðarbrauð í viðlögum. Mamma hafði alltaf þau viðskipti við Eyjar, að senda út skyr- fötur, þegar bátar komu upp í Fjallasand á sumrin og fékk til baka í þcim brauð af ýmsu tagi, sem þá þótti góður fengur í. Fyrstu árin, scm ég man, var fært frá ánum, lömbin rekin inn á Goðaland en setið yfir ánum í högum, meðan þær voru að spekjast og venja þær við að reka þær í kvíar kvöld og morgna. Sauðamjólkin þótti gefa miklu meira af smjöri, skyri og ostum en kúamjólk, var kostmeiri, sem kallað var. Ég var mjög ung, þegar hætt var fráfærum, innan við 10 ára aldur. Þó hef ég setið yfir ám og smalað ám í kvíar. Ég hcld allir hafi verið fegnir, þegar hætt var fráfærum, svo ömurlegt var að tæta lömbin ung frá mæðrum sínum og hlusta á jarm þcirra og kvein. Gott þótti ef slátturinn var búinn um fjallfcrð, scm var viku fyrir fyrsta safn, og var þá farið að taka upp kartöflur. Ekki man ég eftir öðru en þær hafi alltaf verið miklar og fallegar. Keppt var að því að þær væru komnar í byng fyrir fyrsta safn. Þegar slætti var lokið að öllu, var slátrað lambi og borðuð ný kjötsúpa, sem var nýnæmi, því þá var lítið um nýtt kjöt utan sláturtíðar. Þessi glaðningur nefndist slagi. Svo var farið á fjall um haustið til að smala. Fjallferðasunnudag- urinn var í 22. viku sumars. Var þá maður gerður út frá hverju heimiLi, sem hlut átti að máli, unglingar í bland, og áttu yfir sér fjallkóng, sem þótti virðingarverð staða. Menn hlökkuðu til þess að fara á fjall. Vel voru þeir gerðir út með fjallnestið. I malpok- anum, sem þeir reiddu undir sér, var vel matreitt fjalllambið, nóg af brauði og flatkökum, stundum jafnvel hangikjötsbiti með og að sjálfsögðu kaffi cftir þörfum. Enn man ég, hve gott var að fá bita úr malnum, þegar komið var heim af fjallinu og ekki að fundið þó komið væri dálítið lagnunarbragð af kjötinu eftir ferðalagið inn á Goðaland. Goðasteinn 25

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.