Goðasteinn - 01.06.1976, Page 49

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 49
legt vegabréf til fararinnar. Skipstjóri hafði verið tregur til að flytja hann utan reisupassalausan, en Jón hét að bæta honum allt það tjón, sem hann kynni að verða fyrir af að flytja sig. Lagði hann ofurkapp á að komast sem fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem hann bjóst við að geta komið ár sinni svo fyrir borð, að mál hans leiðréttust nokkuð. En allt fór það á annan veg en hann hugði. Margir hinna fornu vina hans voru ýmist horfnir úr embætti eða fallnir frá. Sjálfur Griffenfeldt kanslari, sem forðum hafði styrkt hann til biskupsdóms gegn ærnu gjaldi, sat nú bak við luktar dyr í lífstíðarfangelsi á Munkshólmanum úti fyrir Þrándheimi, svo að fokið var í flest skjól. Er skemmst frá því að segja að Jón fékk hvergi áheyrn með mál sín og skipaði konungur honum að snúa þegar heim til íslands með fyrstu ferð og svara þar til saka hjá sk.ipuðum rannsóknarrétti. Það vilyrði fylgdi þó með skipun kon- ungs, að hann mætti, ef hann skaðaðist á málinu, áfrýja þeim dómi til hæstaréttar. Jón hafði því við lítið að vera í Kaupmannahöfn og snemma vors 1690 kom hann út með Hólmskipi syðra. Heidemann land- fógeti fylgdist með ferðum hans og lét kunngjöra honum samdæg- urs að hann hefði þá um vorið látið lesa til hans stefnu norður á Hólum um að mæta á alþingi þá um sumarið og standa þar fyrir máli sínu. Biskup hélt þegar heim til Hóla og hófst handa um að undirbúa alþingisreið sína um sumarið. Átti hann mjög óhægt um vik með vörn í málum sínum, því að á þessum tímum var svo hart tekið á verslunarbrotum að þau gátu varðað embættis- og búslóðarmissi og jafnvel Brimarhólmsvist. En mitt í umstangi og undirbúningi Jóns biskups fyrir alþingisförina, veiktist hann hastar- lega af landfarsótt, lagðist þungt haldinn og andaðist hinn 30. dag júnímánaðar 1690. Þegar svo alþingi kom saman, kvöddu þeir amtmaður, Þórður biskup og lögmennirnir, tólf klerka og tólf sýslumcnn í dóm um mál Jóns Vigfússonar, því að fréttir höfðu ekki þá borist suður á land um fráfall hans. 1 þann mund, sem rétturinn skyldi taka til starfa, kom skólameistarinn á Hólum til alþingis og sagði lát biskups. Var þá enginn til varnar eða fyrirsvars af hans hálfu og heldur engin bréf eða skjöl úr þeirri átt. Kváðust dómarar þá Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.