Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 49

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 49
legt vegabréf til fararinnar. Skipstjóri hafði verið tregur til að flytja hann utan reisupassalausan, en Jón hét að bæta honum allt það tjón, sem hann kynni að verða fyrir af að flytja sig. Lagði hann ofurkapp á að komast sem fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem hann bjóst við að geta komið ár sinni svo fyrir borð, að mál hans leiðréttust nokkuð. En allt fór það á annan veg en hann hugði. Margir hinna fornu vina hans voru ýmist horfnir úr embætti eða fallnir frá. Sjálfur Griffenfeldt kanslari, sem forðum hafði styrkt hann til biskupsdóms gegn ærnu gjaldi, sat nú bak við luktar dyr í lífstíðarfangelsi á Munkshólmanum úti fyrir Þrándheimi, svo að fokið var í flest skjól. Er skemmst frá því að segja að Jón fékk hvergi áheyrn með mál sín og skipaði konungur honum að snúa þegar heim til íslands með fyrstu ferð og svara þar til saka hjá sk.ipuðum rannsóknarrétti. Það vilyrði fylgdi þó með skipun kon- ungs, að hann mætti, ef hann skaðaðist á málinu, áfrýja þeim dómi til hæstaréttar. Jón hafði því við lítið að vera í Kaupmannahöfn og snemma vors 1690 kom hann út með Hólmskipi syðra. Heidemann land- fógeti fylgdist með ferðum hans og lét kunngjöra honum samdæg- urs að hann hefði þá um vorið látið lesa til hans stefnu norður á Hólum um að mæta á alþingi þá um sumarið og standa þar fyrir máli sínu. Biskup hélt þegar heim til Hóla og hófst handa um að undirbúa alþingisreið sína um sumarið. Átti hann mjög óhægt um vik með vörn í málum sínum, því að á þessum tímum var svo hart tekið á verslunarbrotum að þau gátu varðað embættis- og búslóðarmissi og jafnvel Brimarhólmsvist. En mitt í umstangi og undirbúningi Jóns biskups fyrir alþingisförina, veiktist hann hastar- lega af landfarsótt, lagðist þungt haldinn og andaðist hinn 30. dag júnímánaðar 1690. Þegar svo alþingi kom saman, kvöddu þeir amtmaður, Þórður biskup og lögmennirnir, tólf klerka og tólf sýslumcnn í dóm um mál Jóns Vigfússonar, því að fréttir höfðu ekki þá borist suður á land um fráfall hans. 1 þann mund, sem rétturinn skyldi taka til starfa, kom skólameistarinn á Hólum til alþingis og sagði lát biskups. Var þá enginn til varnar eða fyrirsvars af hans hálfu og heldur engin bréf eða skjöl úr þeirri átt. Kváðust dómarar þá Goðasteinn 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.