Goðasteinn - 01.06.1976, Side 83

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 83
Sigurður H. Þorsteinsson, Hvammstanga: Fyrsta byggð á Hellu Þorsteinn Björnsson, sá sem fyrstur hóf byggð á Hellu á Rangár- völlum, var fæddur 10. desember 1886, að Réttarhóli á Gríms- tunguheiði. Hann hóf búskap á Grímstungu ásamt bróður sínum Lárusi, en bjó síðar á Öxl í Þingi. 1916 flutti hann svo til Suðurlands. Hann mun síðastur manna svo vitað sé, hafa flutt allan búsmala sinn um öræfi, milli lands- hluta. Ekki gerði hann þó „lcjálka hverju kvikendi“, eins og Gnúpa Bárður, enda flutti hann um ólíkt grösugri slóðir, eða suður Kjalveg. Þurfti hann 3 jarðir í Árnessýslu undir búsmalann og keypti þar af tvær, eða Skálmholt og Skálmholtshraun, en leigði Þjótanda, allar á bökkum Þjórsár. Hann átti þó eftir að marka spor á bökkum annarrar sunn- lenskrar ár áður yfir lauk. Skulum við nota hans eigin orð til að lýsa því nokkuð en svo segist honum frá um áttrætt í viðtali við Sunnudagsblað Tímans: „Umsvif verða nú meiri í verslun minni, og flyt ég tíðum slátur- fé suður til Reykjavíkur.Þá hitti ég eitt sinn Eyjólf heitinn bónda í Kirkjubæ, sem tekur mig tali og segir: „Þú átt að versla við bændur, Þorsteinn. Þeir panta vörurnar, sem þeir þurfa, þú reynir að ná vörunum í heildsölu, flytur þær sjálfur, svo að þú hafir eitthvað á bílnum austur, og verslar við bændur.“ Mér þykir þetta hreint ekki svo fráleit hugmynd og fer að ráðum Eyjólfs. 1 nokkur ár höfðu bændur rekið rjómabú eða smjörbú á Rauða- læk og reistu skála undir starfsemina. Nú hafa þeir miklu minna umleikis, og ég fæ leigt í skálanum. Enn sem komið er hefi ég ekki verslunarleyfi. Sæki ég því um það og fæ það vafningalaust. Ég vil reisa verslunarhús austan við Rangá. Þegar ásetningur minn Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.