Goðasteinn - 01.06.1976, Side 87

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 87
16. ágúst 1930 á krónur 4,000,00. Þessu veði er þinglýst 22. október 1930. Þá segir ennfremur í afsali Þorsteins frá 10. apríl 1935. ,,Ég Þorsteinn Björnsson kaupm. Hellu í Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu. Gjöri kunnugt: að ég sel og afsala eignarrétti mínum á húsum og lóð, er ég á á Hellu í Rangárvaílahreppi með girðingum og 3 viktum til Kaupfélagsins Þórs fyrir umsamið kaup- verð sem er kr. 8.200,00 - átta þúsund og tvö hundruð krónur. Undanskilið sölu þessari er eldavél, kolaofn, þurrkhjallur og skúr sem notaður hefur verið fyrir sauðfé." Og síðar í afsalinu er rætt um húsin. „Seljandi áskilur sér rétt til að nota nyrðra húsið til sinna þarfa eftir því sem hann þarf með til næstu fardaga.“ Vitundarvottar við þessa sölu voru: Guðmundur Max Guð- mundsson á Rangá og Bruno Weber á Hellu. En voru þá ekki fieiri hús á Hellu en þetta? kann einhver að spyrja. Látum Þorstein sjálfan tala aftur í minningum sínum. ,,Ég reisti pakkhús og sláturhús, og þannig gekk mér flest í haginn uns krcppan skall yfir. Þá snéri hamingjuhjólið aftur niður.“ Ég sem þetta rita, fæddist ekki á Hellu fyrr en 6. júní 1930. Mun ég fæddur í verslunarhúsinu, sem nú er brunnið fyrir löngu. Man ég þó ekki eftir mér fyrr en við vorum flutt í nyrðra húsið, en þá var Bruno Weber orðinn aðstoðarmaður hjá pabba og bjó í verslunarhúsinu ásamt Birni bróður mínum, en þar var einnig skrifstofan. Man ég eftir þessum 4 húsum auk fjárhússins, sem var að mig minnir samtengt sláturhúsinu. En hvernig stóð á því að þessi þýski maður, Bruno Weber, var kominn austur að Hellu? Lítum enn í minningarnar. ,,Ég kunni ekkert til bókhalds og leitaði uppi mann til slíkra starfa. Þennan fann ég á fyrsta mánuði verslunarinnar. Það var Þjóðverji, vel lærður maður og ágætur bókhaldari, Bruno Weber að nafni. Hann var nýkominn til Reykjavíkur frá Bcriín og tók vel í að koma með mér austur. „Reykjavík er ömurlegur staður,“ sagði hann, „hún er hvorki fugl né fiskur. Þá vil ég heldur vera í sveit sem er sveit.“ Þar með flutti þessi heimsmenntaði Berlínar- búi austur í Rangárþing.“ Þess má geta að Bruno starfaði þarna Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.