Goðasteinn - 01.06.1978, Side 47

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 47
gagnið, smíðaði enski verkfræðingurinn Murdock árið 1781. Vagn þessi er enn til og varðveittur á safni í Birmingham. Þegar um alda- mótin 1800 var þessara nýju vagna tekið að gæta í samgöngum ým- issa landa. Á fyrra helmingi 19. aldar var farið að nota gufubíla í áætlunar- ferðum bæði í Englandi og víðsvegar á meginlandi Evrópu og komu þeir þá að nokkru í stað hestvagna, sem áður höfðu tíðkast. Þessir áætlunarvagnar voru sterkir og furðu vel gerð.ir. Með tím- anum urðu þeir líka sífellt stærri og rúmbetri. Sá stærsti, sem kunn- ugt er um, tók 130 farþega í sæti, svo að stærstu áætlunarbílar á vorum tímum eru vart meira en hálfdrættingar á við þessa gömlu og þunglamalegu gufuvagna. Varla mundi okkur blöskra hraði gufu- bílsins, því að hann komst yfirleitt ekki yfir 20 kílómetra á klukku- stund. Lítið var og hirt um það, hvernig færi um farþegana. Vcgir voru víðast hvar mjög bágbornir og ósléttir og undir vögnunum voru aðeins járnvarin kerruhjól og fjaðrir óþekktar með öllu fram- an af. Yfir farþegana, sem hristust og hentust til og frá í þessum brokkgengu og skröltandi farartækjum, lagðist líka að jafnaði mökkur reykjar og sóts frá gufuvélinni, svo að lítt sá til sólar. Gufu- bílar þóttu engu að síður merkileg uppgötvun, sem margir tóku fagnandi og hagnýttu til hins ýtrasta, þótt skilyrði væru ill og erfið sakir vegleysis. En ekki voru samt allir á einu máli um ágæti þess- ara hestlausu vagna og sumsstaðar var þeim mætt með andúð og jafnvel fjandskap af hálfu einstaklinga, félagasamtaka og jafnvel stjórnvalda. Það sem mönnum stóð helst stuggur af, var hraði þessara vagna, sem talinn var stórhættulegur. f Englandi bar einna mest á óbeit fólks í garð gufubílanna og lvktaði þeim málum svo, að cnska þingið samþykkti að lokum árið 1865 lög, sem kváðu á um há- markshraða þeirra og fleira. Skyldi hraði þeirra aldrei fara yfir þrjá kílómetra á klukkustund í borgum og bæjum og ekki yfir sex kílómetra í dreifbýli. Þá skyldi og ávallt hlaupa maður á undan hverri bifreið, klingja bjöllu í sífellu og veifa rauðum fána, til að gera fólki aðvart um hvaða voði væri þar á ferðum. En þegar þessi lög öðluðust gildi, var raunar mjög tekið að halla undan fæti fyrir gufubílunum. Það sem einkum dró úr notkun þeirra var þó ekki ótti fólksins við hraða þe.irra eða fjandsamlegar sam- Goðasteinn 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.