Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 50

Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 50
1908 setti hann á markðinn svo nefnda T-gerð Fordbíla, er náðu feiknamiklum vinsældum og voru framleiddir í milljónatali sam- fleytt til 1928, er nýjar gerðir tóku loks við. Henry Ford gerði meira en nokkur annar til þess að bíllinn yrði almenningseign. Hann skynjaði á undan öðrum, hvaða þýðingu bíllinn gæti fengið sem alhliða farartæki alls þorra fólks, og lagði sig því næst fram um að búa til sem allra ódýrasta og einfaldasta bíla. Tókst honum þetta með því að staðla alla hluti, sem til fram- leiðslunnar þurfti, og taka upp færibandavinnu í verksmiðjum sínum. Þannig gat hann brátt hafið umfangsmikla fjöldaframleiðslu og þar með urðu bílarnir svo ódýrir að jafnvel verkamennirnir hjá Ford höfðu ráð á að kaupa þá. Síðan hafa velflestir aðrir bílaframleið- endur fetað í fótspor hans í þessum efnum og átti það sinn þátt í að bílar breiddust út sem almenningseign fyrr en varði. íslendingar fengu snemma áhuga á bifreiðum. Var það ofur eðlilegt, þar sem við vorum miklu verr settir en aðrar þjóðir, þar sem við höfðum aldrei ráð á að leggja járnbrautir um dreifbýlt land okkar, þótt mikið væri um það rætt á sínum tíma. Árið 1904, snemma sumars, kom fyrsta bifreiðin hingað til lands og keypti hana Ditlev Thomsen kaupmaður með styrk úr landssjóði. Vakti bifreiðin að sjálfsögðu mikla athygli, þegar Thomsen ók á henni um götur Reykjavíkur. Einnig fór hann á henni suður í Hafnarfjörð og austur yfir Fjall til Eyrarbakka og Stokkseyrar. En það er skemmst af því að segja að þessi fyrsta bifreið landsmanna gafst illa. Hún hafði verið keypt gömul og notuð og það sem verra var, þá var hreyfill hennar svo kraftlítill, að oft urðu farþegar að hlaupa út og ýta farartækinu, þegar brekkur urðu á leiðinni. En það versta af öllu var þó það, að bifreiðin var alltaf að bila, svo að lítið var á hana að treysta. Hún var því bráðlega endursend og margir misstu trúna á ágæti bifreiða við þessa misheppnuðu tilraun. Magnús Sig- urðsson bónd.i og kaupmaður á Grund í Eyjafirði mun þó hafa fengið vörubíl til landsins 1907. Eitthvað var hann í ferðum en þó ekki lengi. Níu árum eftir Thomsensbílinn eða 1913 komst nýr skriður á bifreiðamál hér á landi. Það ár komu tvær bifreiðir til landsins. Skoskur útgerðarmaður í Hafnarfirði, Bookless að nafni, kom með þá fyrri. Ök hann um Flafnarfjörð og til Reykjavíkur og reyndist 48 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.