Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 94

Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 94
í fjölda hluta í málmsmíði, tréskurði og teikningu. Hér er ekki fjat- stætt að minnast á skurðinn á Valþjófsstaðahurðinni, sum blöðin á skildinum eru með auðsæjum einkennum orma- og drekahausa, jafnvel manna, í frjálsri útfærslu. Þrír grannir hringir skilja að skrautfléttuna og leturlínuna. Miðhringurinn er gerður af deplum eða punktum. Allt verkið lýsir því að hér hefur æfður meistari farið um höndum. Lykill var lengi tákn valds og virðingar og var með nokkrum hætti stöðutákn konu, sem átti húsum að ráða. Ekki þótti lítils um vert að hafa lyklavöldin innan stokks á heimili. Steinvör Sighvats- dóttir húsfreyja á Keldum segir við Hálfdán bónda sinn árið 1242: ,,ek mun fá þér af hendi búrluklana.“ Má af því ráða að sérsvið þeirra lyklavaida er búrdyr og búrhirslur. I þann tíð voru vasar ekki komnir í tísku og allar götur frá miðöldum til loka 18. aldar virðast konur hafa borið lykla sína við belti sér. 1 Jónsbókarhand- ritinu AM 345 fol. frá 16. öld eru teiknaðar hefðarkonur, sem bera mikla skildi við mitti sér og hanga við pyngjur í löngum lind- um. Myndir af hefðarkonum í Ferðabók Eggerts Ólafssonar frá miðri 18. öld bera það greinilega með sér að sú breyting er á orðin að lyklahringur er kominn við beltið í stað gömlu sylgjunnar. Lykla- hringir af þeirri gerð eru vei þekktir í söfnum. 1 æsku minni var það löngu liðin tíð að konur bæru lykla við belti, pilsvasinn hafði tekið við hlutverki beltis, og vel man ég gaml- ar konur, sem geymdu lyklakippuna sína í honum, þetta var líkt og áfangi á langri braut. Búrkistur voru þá ekki með öllu úr sög- unni og vissara þótti að láta ekki hvern sem var ganga í þær. Pall- kistlar kvenna voru einnig flestir með góðri læsingu. Síst er því að furða að ég hafi orðið nokkuð fengsæll í söfnun lykla og lykla- hringa, en lyklasylgja Haralds Ólafssonar er einstæður gripur í Skógasafni, fyllir þar autt rúm. Af þeirri ástæðu einni er hún safn- inu merkisgripur, en ein sér eða innan um fjölda annarra gripa mun hún jafnan vekja athygli sem fulltrúi mikillar menningar og listar „langt fram á horfinni öld“. Ekkert mælir því í móti að sylgjan geti verið smíði 16. aldar og því þá ekki að kenna hana til Önnu í Teigi, hver sem hún hefur annars verið, höfðingskonan, sem undi því ekki að sjá skjöldinn sinn góða innan um ístöð og beislabúnað. 92 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.