Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 5
3
Bali! Eyja Ijóssins! Morgunn heimsins! Söng-
seiður þinn töfrar alla, sem stíga fæti á strönd
þtna.
EYJA GUÐANNA
— Christopher Lucas —
étt fyrir rökkur stafar
risavaxin, gullin sól
geislum sínum í gegnum
greinaflækju hinna heil-
ögu banyantrjáa og
varpar purpuralitum skuggum yfir
smaragðsgrænar hlíðar. Litlir drengir
með bambusstengur í hendi reka
hlýðnu endurnar sínar heimleiðis.
Aðrir drengir sitja klofvega á
risavöxnum, gráum vatnavísundum.
Sveimandi ský endufspeglast í vatn-
inu á hrísgrjónaekrunum, sem teygja
sig í endalausum, snyrtilegum stöll-
um upp allar hlíðar, stöllum, sem
hafa verið gerðir af högum höndum.
Og þorpsbúar í Ubud snúa heim frá
ökrunum, hlæjandi og masandi.
Þegar rökkrið kemur, ganga
konurnar rólega og léttilega niður í
gjá, sem þakin er hitabeltisgróðri, og
baða sig þar í tærum læk. Margar
þeirra bera vatnskrukkur úr ieir á
höfði sér. Reykurinn stígur upp frá
hundruðum elda og liðast um
kvöldloftið. Það er sólarlag, eldrautt
sólarlag. Og það er verið að elda
kvöldmatinn. Þegar myrkrið skellur
á, er kveikt á olíulömpum, og nú
kveða við mjúkir tónar gamelan-
hljóðfæraleikaranna, sem berja
trumbur og xylofóna, og bergmála