Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
arríkisvalds komast til valda í
kosningum.
Ástralía „Heppna landið”, eins og
Ástralíumenn byrjuðu að kalla það á
sjöunda áratugnum, nýtur einna
bestu lífskjara í gervallri veröldinni.
íbúar landsins eru 13 1/2 miljón, og
framleiða þeir mikinn hluta af
ullinni, hveitinu og sykrinum, sem
Vesturlönd nota. Þar er gnægð
málma, til dæmis 70% af öllum
zirconbirgðum heimsins. Þeir hafa
næstum einokunaraðstöðu hvað
snertir titaniummálmgrýti. Þar
er fjórðungur af gjörvöllum úran-
birgðum heimsins utan kommúnista-
ríkjanna. Þar eru einnig nægar
birgðir af kolum, járni, kopar,
bauxiti, silfri, blý og zinki.
Samkvæmt tölum Alþjóðabankans
eru lífskjör í Ástralíu einnig einhver
þau jöfnustu í heimi, og er þar aðeins
lítið þil á milli ríkra og fátækra. Þegar
Verkamannaflokkurinn komst til
valda síðla árs 1972, var atvinnuleysi
þar aðeins 2.4% og verðbólga 4.5%,
en Vestur-Þýskaland eitt gat státað af
slíkum undrum á efnahagssviðinu.
Ástralíumenn framleiddu einnig
70% þeirrar olíu, sem þeir notuðu,
og því hefðu þeir átt að verða
tiltölulega ónæmir fyrir þeirri heims-
verðbólgu, sem hinar skyndilegu
verðhækkanir olíuframleiðsluland-
anna ullu árið 1973. En samt var
efnahagsástand Ástralíu orðið hroða-
legt árið 1974. Verðbólgan hafði
vaxið upp í 28% á einum mánuði
Hvers vegna? í júlí árið 1975 var
eftirfarandi yfirlýsing gefin af Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum að undan-
farandi rannsókn á efnahag Ástralíu:
, ,Uppruna samdráttarinsí Ástrallu má
rekja til innanlandsþróunar. ”
PENINGAVERKSMIÐJA. Þessi
þróun hófst um mitt ár 1972.
íhaldssamsteypustjórn Frjálslynda
flokksins (flokks miðstétta borganna)
og Þjóðarsveitaflokksins (flokks
bænda) hafði stjórnað óslitið frá
árinu 1949- Þrátt fyrir að hann hafði
haft góða stjórn á þróun í Ástralíu
eftir stríð, virtist eldri flokkurinn,
Frjálslyndi flokkurinn, hafa staðnað
eftir svo langa setu í stjórn landsins.
Og í kosningunum árið 1972 tókst
honum ekki að vinna gegn áhrifum
hins kraftmikla foringja Verka-
mannaflokksins, 56 ára gamals
lögfræðings frá Sydney, sem bar
nafnið Gough Whitlam. I fyrsta
skipti á næstum aldarfjórðungi kusu
Ástralíumenn, sem eru yfírleitt
íhaldssamir, sósíaliska ríkisstjórn.
Eftir að hafa setið nokkra daga við
stjórnvölinn steypti ríkisstjórn Whit-
lams sér út í meiri háttar breytingar á
efnahag Ástralíu í anda sósíalismans.
Ný fjárframlög voru samþykkt til
ókeypis háskólamenntunar, aukin
fjárframlög til óæðri skóla, aukinn
atvinnuleysisstyrkur og ellistyrkur og
mikill stuðningur við íþróttir og
listir. ,,Fá okkar höfðu nokkuð fyrir
því að reikna út kostnaðinn af öllu
þessu í fyrstu,” játaði Fred Daly
síðar, en hann var einn af ráðherrun-
um í stjórn Whitlams. ,,Við eyddum