Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 93
ÞETTA ER SKOTLAND YARD
91
húsið. Flestir gestanna eru breskir
lögreglumenn, dómarar og lögfræð-
ingar, en þarna koma líka gestir frá
flestum löndum heims. Lögreglulið
víða um heim borga allt upp í 50
pund (16.600 kr) á viku fyrir að koma
mönnum sínum í námsheimsóknir
og framhaldsnám í hinum ýmsu
deildum Scotland Yard.
Berry byrjar á því að fara með gesti
dagsins í þá deild hússins, sem ef til
vill er mest spennandi og óhugnan-
legust: Glæpaminjasafnið, sem er
alsett hrikalegum minjum um glæpi
allt aftur til 1880-90. Jim Mackle,
safnvörður, sem áður var lögreglu-
maður en er nú kominn á eftirlaun,
sýnir hugvitsamleg verkfæri búin til
af högum innbrotsþjófum, ferða-
tösku með innbyggðum búnaði til
þess að skjóta með eiturörvum,
dagbækur morðingja og fötin, sem
fórnarlömb þeirra klæddust.
Kl. 10.00. Ray Connor, rannsókn-
arlögreglumaður, fer í sína venjulegu
morgunferð til sérfræðingahópanna,
sem vinna við margvísleg viðfangs-
efni svo sem hvíta þrælasölu,
tilraunir til að múta prófdómendum
við bílpróf, safnanir til upploginnar
góðgerðastarfsemi, ávísanafalsanir og
þjófnaði á listaverkum og forngrip-
um.
Tveir rannsóknarlögreglumenn
sitja við að skrifa lista yfir nokkur
þúsund falskar ávísanir, sem færði
glæpahóp, sem nýlega hefur verið
handtekinn, kringum 60 þúsund
pund (um 20 millj. kr.).Sérstök deild
var sett á stofn árið 1973 til þess að
draga úr bylgju ávísanafals, sem þá
reis mjög hátt. Margir afbrotamenn
hafa komist að því, að það er hættu-
minna og gefur oft meira í aðra hönd
að ræna banka með fölsuðum
ávísunum heldur en að ota byssu að
gjaldkeranum. Verðlausar ávísanir
upp á samtals ríflega þrjár milljónir
punda liggja í reglulegum stöflum í
skúffum lögreglunnar og bíða þess,
að þeir er gáfu þær út verði
handteknir og/eða dæmdir
I næstu skrifstofu, þar sem
frímerkjadeildin er til húsa, hefúr
lögreglu naður frímerkt umslag und-
ir stækkunarglerinu. ,,Þetta er
sannkallað meistaraverk,” segir hann
fullur aðdáunar við Connor. „Ósvik-
ið, ónotað frímerki hefur verið sett á
umslag úr 80 ára gömlum pappír og
bætt á það mjög sjaldgæfum stimpli,
svo vel gerðum, að frímerkjasalinn
borgaði 250 pund fyrir það. Eigin-
legar frímerkjafalsanir eru útdauð
íþrótt. Nýtísku falsarar hafa komist
að því, að það gefur meira í aðra
hönd á skemmri tíma að breyta
ódýru, ósviknu frímerki í eftirsótt
safnaraeintak með því að falsa á það
stimpil eða yfirprentun.
Lengra út eftir ganginum er
yfirlögregluþjónn í rannsóknarlög-
reglunni, þeirri deild sem fjallar um
iðnaðarnjósnir, ásamt framkvæmda-
stjóra stórrar vélaverksmiðju að
skipuleggja hvernig koma mégi upp
um konu, sem vinnur skrifstofustörf í
verksmiðjunni. Hún er grunuð um