Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 75
73
Það er mannlegt að skjátlast en það
er lítilmannlegt að játa ekki ef maður
sér að svo hefur verið.
Er til of mikils mælst af
menntamálaráðuneytinu þó þess sé
ðskað að það hefji nú þegar
skipulegan undirbúning að því að í
framtíðinni verði ekki ráðnir að
grunnskólunum menn, sem vitað er
að ekki geta kennt börnum?
★
>Sl6>{g>£A
Veiðimaðurinn Nikolai Bulko var á gangi í skóginum í grennd við
veiðistöð i Hvíta-rússlandi. Allt í einu stökk gaupa upp á bakið á honum
Hann gat aðeins æpt: „Busjui, komdu!” Svo leið yfir hann. Þegar
hann kom til sjálfs sín aftur lágu dauð gaupa og illa særður úlfur
skammt frá honum. Nikolai dró dýrið með erfiðismunum að mótor-
hjólinu, sem hann hafði skilið eftir við skógarjaðarinn, og fór með það
til dýrasjúkrahússins og fór síðan sjálfur til læknis.
Bulko veiddi úlfinn fyrir sex árum. I hópi sex yrðinga, sem hann
veiddi fyrir dýragarð, var einn lítill kubbur, sem Bulko hélt eftir og ól
upp og kallaði Busjui.
Á síðastliðnum vetri fór ég með 30 nemendur mína úr 7. og 8.
bekk í helgarferð á skíði. Þegar við höfðum látið skrá okkur í afgreiðslu
skíðaskálans urðum við að fara í gegnum langan gang til að komast til
herbergja okkar. Þegar ég í fararbroddi halarófunnar var í þann veginn
að fara framhjá hópi fólks sem starði næsta forvitið á okkur, greip
nemandinn, sem var fyrir aftan mig, í ermina mína og sagði: „Pabbi,
þarf öll fjðlskyldan að vera í sama herberginu einu sinni ennþá?”
S.F.N.
Stuttu eftir að nýji presturinn okkar tók við embætti bar hann fram
beiðni á safnaðarfundi um að fá að borga unglingi úr söfnuðinum fyrir
að slá flötina hjá kirkjunni. Einn fundarmanna sagði að gamli
presturinn hefði alltaf hirt flötina sjálfur.
,,Ég veit það,” svaraði nýji presturinn. ,,Ég er nú þegar búinn að
tala við hann um það en hann vill ekki halda því áfram.”
Hann fékk beiðnina samþykkta. L.G.
Stysta áætlunarflugleið í heimi ein og hálf míla milli Papa Westray og
Westray á orkneyjum, sem er rétt norður af Skotlandi. Flugmaðurinn
Andy Alsop segir: , ,Það er áætlað að flugið taki tvær mínútur, en ef ég
hef vindinn með mér get ég komist það á 70 sekúndum.” K. M.