Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 15
Á RIFINU
13
flest skeldýr af lögun þeirra, en hann
á samt í nokkrum erfiðleikum með að
greina í sundur keilulaga skeljar,
vegna þess að þær eru svipaðar að
lögun, en það er litamynstur þeirra,
sem skipar þeim í aðgreindar
tegundir.
Hann á einnig erfitt með að greina
í sundur skeljar, sem eru minni en 5
millimetrar, og þá notar hann fremur
þumalfingursnöglina en fingurgóm-
ana. Nöglin virðist mynda eins konar
Morsekerfi af smellum, sem hann
einn skilur, þegar hann strýkur henni
eftir örfínum gárunum, þannig að
hann fær greint tegundina. ,,Ég hef
meðhöndlað skeljarí 20 ár, og ég hef
aldrei þreyst á því,” sagði Vermeij
hugsandi á svip. Lögun skeljanna eru
honum svipað fyrirbrigði og sólsetur
er sjáandi manni.
Vermeij er nú aðstoðarprófessor
við Marylandfylkisháskólann í Col-
lege Park. Hann hefur safnað
skeljum víðs vegar að úr heiminum,
úr Karabíska hafinu og frá Afríku,
Asíu og Suður-Kyrrahafinu. Helsta
framlag hans til þessarar vísinda-
greinar hefur hingað til verið sú
uppgötvun hans, að það er viss
munur á skeljum í Kyrrahafinu og
Atlantshafinu. Hann hefur komist að
því, að skeldýrin í Kyrrahafinu eru
betur varin en skeldýrin í Atlants-
hafinu og búa yfir betri varnarað-
ferðum gegn „rándýrum”. Vermeij
álítur, að ástæðan sé sú, að það hafa
ekki orðið eins miklar jarðfræðilegar
truflanir á „samspili” „rándýra” og
„fórnardýra” þeirra í Kyrrahafinu
eins og í Atlantshafinu og þetta
samspil hefur því orðið flóknara þar,
þannig að skeldýrin hafa þurft betri
búnað og snjallari varnaraðferðir til
þess að halda lífi.
NÓTTIN VAR AÐ skella á.
Trjáfroskarnir voru að stilla hljóðfæri
sín, og hrísgrjónin mölluðu á
eldavélinni. Edith, eiginkona
Vermeijs, hellti rommi í,glös handa
öllum. Vermeij hætti vinnu sinni og
gekk að stólnum sínum. Hann rétti
handieggina svolítið fram fyrir sig,
þegar hann gekk yfir gólfið. Þegar
fótleggur hans hafði snert stólinn,
sneri hann sér við og lét sig falla
snögglega ofan í hann.
Nú voru froskarnir farnir að syngja
hástöfum úti fyrir. Það var líkt og
heil hersing símritara væri að senda
sömu orðsendinguna. Og öðru
hverju blandaðist þar saman við tíst
ieðurblöku, sem kom fljúgandi utan
úr inyrkrinu. Vindhviða nálgaðist og
sendi á undan sér svolítinn sveip, sem
feykti gluggatjaldinu til. Vermeij var
þegar kominn út að glugganum. Það
var líkt og hann hefði fundið þennan
litla vindsveip, áður en hann kom, og
hann stóð þarna reiðubúinn til þess
að láta sveipinn kæla sig. Nú féllu
fyrstu droparnir til jarðar, og síðan
var sem himinninn hryndi yfii
okkur, eins og skothríð byldi á
járnplötunum á þakinu. Og enn
jókst rigningin. Brátt var sem regnið
hefði fundið sér visst hljómfall, sem
það hélt síðan. Og froskarnir,