Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 88
86
LJRVAL
æðiskast. Engu að síður er sent lið til
eftirlits í hvert einasta hús.
Kl. 6.30. Eldhúsliðið hefst handa
um að útbúa eitt þúsund hádegis-
verði og nokkur hundruð smárétti. í
matstofunni hljóðar matseðill dags-
ins upp á nautakjötsjafning, lamba-
steik og kjúklinga í karrí — og
franskar kartöflur með næstum öllu.
Allt í allt verða framreiddir 1400
málsverðir, áður en dagurinn er allur.
Kl. 7.45. Morgunösin í umferðinni
í London er hafin fyrir tíu mínútum,
og það er setið við hvern hljóðnema í
stjórnstöð umferðardeildarinnar. Þrír
fréttamenn frá útvarpinu í London
skrá hjá sér fréttir um umferðarhnúta
og jafnframt hvernig hægt er að
komast fram hjá þeim, og þessu er
útvarpað jafn óðum til þeirra
ökumanna, sem eru með útvörpin
opin.
Lfmferðarlögregluþjónn á mótor-
hjóli tilkynnir um umferðaröngþveiti
á Stratford Broadway. Orsökin er
vörubíll með aftanívagni. Hann
hefur lent í árekstri og verður ekki
fjarlægður fyrr en eftir klukkutíma.
Varðstjórinn í stjórnstöðinni sendir
aukalið á staðinn í bílum, ti! þess að
leysa umferðarhnútinn og beina
umferðinni um nærliggjandi götur.
Mennirnir í umferðardeildinni
þekkja flest hverfin í London svo vel,
að þeir geta fyrirvaralaust vísað fram
hjá iokuðum stöðum án þess að eyða
tíma í að skoða borgarkortin sín.
Á Marylebone Road hafa tölvu-
stýrð umferðaljós bilað, og eins og
hendi sé veifað er komin átta
kílómetra löng röð af bílum. í
varðstöðinni er tölvunni stýrt til að
lengja grænu ljósin það sem eftir er af
Maylebone Road eins og mögulegt er
án þess að stöðva til skaða
umferðina, sem kemurþvertá götuna.'
Kl. 8.00. Tæknimaður í ljós-
myndadeildinni setur sjálfvirku
framköllunaráhöldin í gang. í deild-
inni eru framleiddar 500 þús. myndir
á ári, og hún notar filmur og pappír
fyrir 65 þúsund pund (um 21,6 millj.
ísl. kr. á gengi þýðingardags). Hún
hefur á sínum snærum 52 ljósmynd-
ara, sem eru á sífelldum erli um
borgina t litlum talstöðvarbílum með
mjög fullkominn útbúnað til ljós-
myndunar. Dag eftir dag ljósmynda
þeir hvers konar lögreglumál, oft æði
óhugnanlega hluti, á 20-25 stöðum,
taka nærmyndir af fórnarlömbum
morðingja, þar sem þau liggja í
líkhúsunum og litmyndir af lifandi
fólki — sem sumt að minnsta kosti
má teljast heppið að vera enn á lífi —
sem síðar verða notaðar í réttarhöld-
um um „alvarlega líkamlega áverk-
a”. Eitt af því fyrsta, sem tæknimað- •
urinn þarf að gera í dag, er að setja
filmu í 8 mm kvikmyndatökuvél og
prófa hana. Hún verður svo sett á
leyndan stað á skrifstofu góðgerðar-
stofnunar til þess að komast að því,
hver það er sem stelur úr peninga-
kassanum.
Kl. 8.42. Tveir kanadískir ferða-
menn stöðva einn þeirra einkennis-