Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 88

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 88
86 LJRVAL æðiskast. Engu að síður er sent lið til eftirlits í hvert einasta hús. Kl. 6.30. Eldhúsliðið hefst handa um að útbúa eitt þúsund hádegis- verði og nokkur hundruð smárétti. í matstofunni hljóðar matseðill dags- ins upp á nautakjötsjafning, lamba- steik og kjúklinga í karrí — og franskar kartöflur með næstum öllu. Allt í allt verða framreiddir 1400 málsverðir, áður en dagurinn er allur. Kl. 7.45. Morgunösin í umferðinni í London er hafin fyrir tíu mínútum, og það er setið við hvern hljóðnema í stjórnstöð umferðardeildarinnar. Þrír fréttamenn frá útvarpinu í London skrá hjá sér fréttir um umferðarhnúta og jafnframt hvernig hægt er að komast fram hjá þeim, og þessu er útvarpað jafn óðum til þeirra ökumanna, sem eru með útvörpin opin. Lfmferðarlögregluþjónn á mótor- hjóli tilkynnir um umferðaröngþveiti á Stratford Broadway. Orsökin er vörubíll með aftanívagni. Hann hefur lent í árekstri og verður ekki fjarlægður fyrr en eftir klukkutíma. Varðstjórinn í stjórnstöðinni sendir aukalið á staðinn í bílum, ti! þess að leysa umferðarhnútinn og beina umferðinni um nærliggjandi götur. Mennirnir í umferðardeildinni þekkja flest hverfin í London svo vel, að þeir geta fyrirvaralaust vísað fram hjá iokuðum stöðum án þess að eyða tíma í að skoða borgarkortin sín. Á Marylebone Road hafa tölvu- stýrð umferðaljós bilað, og eins og hendi sé veifað er komin átta kílómetra löng röð af bílum. í varðstöðinni er tölvunni stýrt til að lengja grænu ljósin það sem eftir er af Maylebone Road eins og mögulegt er án þess að stöðva til skaða umferðina, sem kemurþvertá götuna.' Kl. 8.00. Tæknimaður í ljós- myndadeildinni setur sjálfvirku framköllunaráhöldin í gang. í deild- inni eru framleiddar 500 þús. myndir á ári, og hún notar filmur og pappír fyrir 65 þúsund pund (um 21,6 millj. ísl. kr. á gengi þýðingardags). Hún hefur á sínum snærum 52 ljósmynd- ara, sem eru á sífelldum erli um borgina t litlum talstöðvarbílum með mjög fullkominn útbúnað til ljós- myndunar. Dag eftir dag ljósmynda þeir hvers konar lögreglumál, oft æði óhugnanlega hluti, á 20-25 stöðum, taka nærmyndir af fórnarlömbum morðingja, þar sem þau liggja í líkhúsunum og litmyndir af lifandi fólki — sem sumt að minnsta kosti má teljast heppið að vera enn á lífi — sem síðar verða notaðar í réttarhöld- um um „alvarlega líkamlega áverk- a”. Eitt af því fyrsta, sem tæknimað- • urinn þarf að gera í dag, er að setja filmu í 8 mm kvikmyndatökuvél og prófa hana. Hún verður svo sett á leyndan stað á skrifstofu góðgerðar- stofnunar til þess að komast að því, hver það er sem stelur úr peninga- kassanum. Kl. 8.42. Tveir kanadískir ferða- menn stöðva einn þeirra einkennis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.